Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 72
70
MÚLAÞING
Hofi Ámasonar. Var hann 8 ár undir Ásit en hafði þá
brauðasikipti við síra Salómon Bjömsson í Bemfirði. —
I skóla hlaut síra Guðmundur þann vitnisiburð, að hann
væri bezt að sér í tölvísi allra sveina, er þá voru í Skál-
holti, en tungumál og guðfræði síður við hans hæfi, enda
vígði Hannes biskup hann til Fjarðar á þeim forsendum að
hann gæti ekki valdið ’meiri þjónustu. Þegar síra Guð-
mundur hvarf frá Firði, örsnauður rnaður, var lokið sögu
prestseturs þar. Rúmum 90 ámm síðar kom aftur prestur
í Mjóafjörð. en þá varð þar þingabrauð, aðsetur prests í
Brekkuþorpi og þar í grennd til 1945, er sóknin varð út-
sókn frá Nesi i Norðfirði. — Fyrri kona síra Guðmundar
var Sigríður Jónsdóttir, ekkja á Brekku, er þau giftust.
Af 4 bömum þeirra em aðeins ættir frá Guðrúnu, sem varð
kona Jóns Guðmundssonar að Kelduskógum í Berufirði.
Við síðari konunni Ingibjörgu Jónsdóttur sýslumanns að
Hoffelli Helgasonar, átti hann ekki bam. Frú Ingibjörg
var síðustu æviárin í Þingmúla hjá systur sinni og mági
og fórst þar í bæjarbruna 23. júlí 1832, tialin gamal’menni,
en var raunar aðeins hálf sjötug og naut framfæris af
Bemf j arðarbrauði.
Prestskapur síra Salómons Björnssonar varð endaslepp-
ur undir Ási, því að hann missti embættið á þriggja missera
fresti vegna barneignarbrots, þá ekkjumaður. Varð hann
skrifari Guðmundar sýslumanns í Krossavík Péturssonar
og veitt uppreisn 1801 og ári sdðar Dvergasteinn í Seyðis-
firði með Firði í Mjóafirði, sem nú lagðist til Dvergasteins,
prestinum þar til hins mesta óhagræðis. Þjónaði síra Saló-
mon þessum sóknum til dauðadags 1834 við hið bezta orð,
enda var hann bæði gáfaður talinn og skáldmæltur, en
meir mun þó hafa stutt að áliti hans, að hann var nokkuð
lærður læknir og stundaði lækningar af áhuga og heppni,
en hitt, að hann rækti svo vel prestskapinn. Sonur hans
og fyrri konu hans, Guðrúnar Filippusdóttur, var Filippus
skáld í Norðfirði, þekktur eystra á sinni tíð og raunar
lengi síðan.