Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 73
MÚL AÞING
71
Sumarið 1799 fefck síra Sigfús Guðmundsson á Hjalta-
stað veitingu fyrir Ási og héit til ævilofca 1810. Hann var
son síra Guðmundar á Refsitað Eiríkssonar og fyrstu konu
hans Ragnhildar Hákonardóttur sýslumanns í Rangárþingí
Hannessonar. Síra Sigfús var fyrst aðstoðarprestur föður
síns og síðan sióknarprestur á Refstað og jafnframt í Möðru-
dal frá 1782. unz hann fekk Hjaltastað 1786. í Vopnafirðí
varð hann fyrir miklum fjárskaða í harðindunum 1783—
1784, en nokkuð mun hann hafa eignazt, áður kom að Ási.
Fyrri kona síra Sigfúsar var Guðríður dóttir síra Jóns á
Hólmum, uppeldissystir síra Jóns Högnasonar, sem áður gat.
Voru dætur þeirra 3. Dætur hans og síðari konunnar,
Guðríðar Hermannsdóttur frá Fagradal, voru 7, svo að
mi'kið meyjaval hefur verið á Ási, en 8 dætra síra Sigfúsar
komust upp og giftust á Héraði og í Vopnafirði og eru niðj-
ar þeirra margir þar um sveitir. — Síra Sigfús er aðeins 4.
presturinn, sem deyr á Ási. Svo fáir sátu þar lengi eða
til fullrar frambúðar.
1811 vígðist síra Pétur Jónsson að Ási. Eftir 20 ára veru
á staðnum hafði hann brauðaskipti við síra Þórð Gunn-
laugsson á Eiðum. Síra Pétur var fæddur á Bessastöðum í
Fljótsdal 1785, son Jóns gullsmiðs Pálssonar og Elísabetar
Pétursdóttur á Hrafnkelsstöðum. Þegar hann hafði lokið
námi í Bessasitaðaskóla 1807 dvaldi hann 4 ár í Skógtjörn
á Álftanesi. en Guðrún kona hans var dóttir Eyvinds bónda
þar Jónssonar. Voru þau bamlaus. Síra Pétur dó 1 Eiða-
sókn 1839, aðeins 53 ára, hafði verið prestur í 27 ár.
Síra Þórður frá Hallormsstað varð stúdent úr heúna-
skóla frá Geir biskupi Vídalín 1816 og vígðist sumarið eftir
aðstoðarprestur til síra Einars Bjömssonar í Þingmúla.
Hann fekk Desjarmýri, er síra Engilbert Þórðarson prestur
þar fekk Þingmúla, sem frá er sagt í þættinum um Múla-
stað. í Borgarfirði lenti síra Þórður í illdeilum við Hjörleif
sterka Árnason. Komst að Eiðabrauði og skömmu seinna
að Ási í skiptum við síra Pétur, en fór fram af hei’minum
5 árum síðar, á þorranum 1837. Var kona hans Sigríður