Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Síða 75
MÚL AÞING
73
við mikið orð, unz fór að Eydölum 1851. Þar andaðist hann
á gamilársikvöld 1856 og hafði látið reisa timbur-
kirkju þá, sem enn stendur í Eydölum sumarið áður. Síra
Benedikt hlýtur að teljast hinn mesti fyrirklerkur, búinn
þeim hæfileikut'n, sem einn prest mega helzt prýða: and-
ríkur predikari, barnafræðari ágætur, hirðumaður og bú-
höldur.
Annar Hörgdælingur kemur næst við sögu Ass í Fellum,
einnig búinn frábæru atgervi. Var það síra Magnús Jóns-
son prests á Myrká og í Möðruvallaklaustiursþingum, en
lengst og síðast á Genjaðarstað, JónSiSonar. Voru þeir báðir
læknar, lærðir og heppnir, síra Jón og síra Magnús og orð-
lagðir merkisklerkar. í þeim svifum að sira Magnúsi er
veittur Ás. fer faðir hans að leita eftir möguleikum á von-
arbréfi handa honum fyrir Grenjaðarstað. Tókst það og
var síra Magnús síðan lengi aðstoðarpriestur föður síns og
fekk svo Grenjaðarstað við uppgjöf hans 1867. Varð því
næsta endasleppur prestskapur þessa ágæta manns undir
Ás,i og var það tjón fyrir staðinn og sóknina.
En maður kemur í manns stað. Síra Vigfús Guttortnsson
settist að búi og brauði undir Ási 1854 og hélt til dauða-
dags 19. marz 1874. Haustið 1873 hafði hann farið gangandi
suður á Djúpavog í veg fyrir skip til Hafnar, en þar hugðist
hann að leita sér lækninga. Allt kom fyrir ekki og lézt hann
í Höfn, sextugur að aldri. Síra Vigfús var son síra Gutt-
orms Pálssonar í Vallianesi og frú Margretar dóttur síra
Vigfúsar Ormissonar, sem fyrr er til nefndur í röðum Ás-
klerka. 1837 vígðist síra Vigfús aðstoðarprestur föður síns
og bjó í Hvammi. jörð Vallaneskirkju. 1850 var öðrum
presti þó veitt brauðið, síra Einari Hjörleifssyni, sem var
enda eldri og mifcils metinn. í staðinn fekk síra Vigfús
Nes í Aðaldal. en það voru að vísu ’rnjög slæm skipti. Fór
hann þangað ekki, en taldist aðstoðarprestur á Valþjófs-
stað, unz fekk Ás, er enn losnaði við það, er greindi um síra
Magnús Jónsson. Er ætlandi, að síra Magnús flytti aldrei
austur fremuir en síra Vigfús norður, en hvorugur vildi