Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 77
MÚL AÞING
75
dalshreppi urðu einnig útkirkjusóknir Valþjófsstaðar
haustið 1970.
Undir Ási hafði verið löggilt prestból 1669—1880, eða
1 rúmar tvær aldir, kirkjustaður þó miklu eldri, eins og
fram kemur í þessiu yfirliti um sögu staðarins. Frá þvi,
er síra Sigurður Gunnarsson fer er Ás bændagarður og bjó
þar fyrstu 9 árin, 1884—1893, Jörgen Sigfússon frá Skriðu-
klaustri, en hann var mágur síra Sigurðar, átti Margreti
Gunnarsdóttur frá Brebku. Þegar þau fluttust að Krossa-
vík í Vopnafirði kom Brynjó'lfur Bergsson prests Jónssonar
að Ási og hafði hann áður búið í Vallaneshjáleigu í skjóli
föður síns. Var hann leiguliði á jörðinni til 1910, er hann
fekk hana ikeypta og er Ás enn í eigu tengdadóttur hans
Guðríðar Ólafsdóttur, og barna hennar. Þegar hún brá búi
1962 fór Ás í eyði, en þá fluttist einnig burt af staðnum
Bergsteinn Brynjólfsson, mágur Guðríðar, með fólk sitt,
en Bergsteinn hóf búskap á Ási 1 sambýli við föður sinn
1923. Guttormur bróðir hans og Guðríður settust að búi á
Ási 1935, en ellefu árum síðar var Guttormur allur. Hinn
8. nóvember 1946 varð hér mikið slys, er jarðsprengja frá
stríðsárunum varð honum og 3 börnu’m á staðnum að bana
skammt norðan við tún, þar sem þau voru á gangi.
Landamerkjum Ásjarðar, legu og gæðum er lýst í hinu
nýja ritverki um Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 1. bindi, og
vísast til þess hér. Þess aðeins getið, að gömul útbýli frá
heimajörðinni eru Sigurðargerði, sem er ofan þjóðvegar og
Svínár, raunar sjálfstætt býli með afgirtu túni, þótt þar
hafi ekki verið bæjarhús langt á aðra öld, Ássel er og
þekkt og Þúfusel, fornt mjög, inn og upp af Ásseli, en loks
er Staðarsels að minnast, inn og niður af Bjargi, og mun
þar hafa verið búið á köflum fram á síðari hluta 19. aldar-
innar.
Kirkjan, sem nú stendur undir Ási var reist sumarið
1898. Yfirsmiður var Kjartan Vigfússon í No-rðfirði og vann
‘hinn kunni smiður Baldvin Jóhannesson í Stakkahlíð mjög
að smíðinni með honum. Áskirkja er hið fegursta guðshús,