Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 78
76
MÚLAÞING
vandað að fyrstu gerð og vel við ihaldið. Hún er rúmgóð og
björt og prýðilega búin að hljóðfæri og öðrum gripum.
Síra Þórarinn Þórarinsson á Valþjófsstað var sóknarprest-
ur 'kirkjunnar, er hún var vígð og raunar lengi síðan, því
að bann sat á Valþjófsstað 1895—1938. Kirkjuhúsið, sem
áður stóð undir Ási var einnig af tiinbri, með skarsúð,
tjargað, orðið gamJlað og mun hafa þókt hrörlegt og dimmt
á þessum tíma er tekið var að bjarma fyriæ nýrri öld.
Staðarhús á Ás;i eru n:ú að verða ónýt hin stóra og fræga
skemma fallin sem burstabærinn allur, en siteinhúsið. sem
byggt var 1910—1911 veðrast og máist af tímans tönn. En
þannig er e'kki um öll manr.anna verk á Ási í Fellu’m. Gras-
gefið túnið er í góðri rækt og nytjað, en fagur skógarlundur
í hallinu sunnan og ofan við staðinn skrýðist og vex með
hverju sumri. Og víða að sér til kirkjunnar á þessu forna
setri, sem enn er guðshús og helgisetur byggðarinnar mill-
um Teigarár og Rangár.
Helstu heimildir:
Bergslteinn Brynjólfsson (munnleig hieim.).
sára Einiar Jónsson: Ættir Auisltíirðiinga, R. 1953-—J968.
IsflL. íornbrófasafn Kaupmannahöfn 1857—R 1972.
Jón Helgason: Vér íslamjds börn, R 1968.
Ráll E. Ólasion: íslenzkar æviskrár, R 1948—1952.
Sigfús Sigfiússon: íslenzkar þjóðs. og sagnir, Sf 1922 — R 1958.
síra Sveinn Níelsson: Prestatal og prófaista, Kaupmihöfn 1869.
Sveitir og jarðir í Múlaþingi (ýmsir höf.), R 1974.
Tíminn, íslendingaþættir, 6. árg. 61. thl.