Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 80
78
MÚLAÞING
Múlanum beið, í allri hógværð. þeirra örlaga. sem nú vo>ru
nálæg f jöldía gamalla prestsetra, að verða annexía frá stærri
og viðhafnarmeiri stað í næstu sveit. Þó áttu enn eftir að
sitja tveir pres-tar í Þingmúla, síra Páll Pálsson, áður' al-
þingismaður og prestur víða í Skaftafellssyslum, og svo
síra Magnús Blöndal Jónsson. en er hann fluttist að Valla-
nesi vorið 1892. varð Þingmúli endaniega útkirkja þaðan.
Á aðeins tveimur þeirra staða, er nú voru til nefndir, er
enn prestból, Valþjófsstað og Vallanesi. Ás í Fellum eyði-
býli í fegurðinni við Fljótið, en heldur kirkiu sinni. Þing-
múli er bóndagarður í ríkiseign, en á Hallormisstað. þar sem
kaliað var á Hallormsstöðum áður. hefur orðið sjaldgæf
saga, sem alkunn er, um friðun skógarins, vöxt hans og
skógrækt, fyrst í forsjá Guttorms Pálssonar. sem afhenti
ríkinu þessa dýrmætu jörð, en síðan Sigurðar Blöndals,
systursonar hahs. Húsmæðraskólinn, er foreldrar Sigurðar
stofnuðu, hefur sett svip á staðinn í hálfan 5. áratug, en frá
1967 einnig stör barna- og unglingaskóli, er fjórar sveitir
byggðu. Á gamla prestsetrinu stendur timburbær frá tíð
Páls stúdents og ritstjóra Vigfúsisionar, er bjó á Hallorms-
stað 1880—1885. Þar er hin Héraðskunna Stórastofa. til
skamms tíma heimili niðia Páls, síðast Sigurðar hrepp-
stjóra Guttormssonar og Arnþrúðar Gunnlaugsdóttur konu
hans, og var þar mikil ínenning í gömlum gripum og prýði
genginnar tíðar. Utan við bæinn er hinn gamli grafreitur
undir laufkrónum bjarkanna. En þar er kirkjan horfin.
Eru áttatíu ár síðan síra Magnús Blöndal lét rífa hana, en
Hallormsstaðarkirkja var aflögð með landshöfðingjabréfi
28. febrúar 1895 og sóknin sameinuð Þingmúla, þótt siðar
legðist til Vallanesís að hluta. Kirkjuviðimir voru fluttir
út að Vallanesi og notaðir þar til húsagerðar. en kirkju-
munir að Þingmúla.
Nær þrjátíu ár áður síra Sigurður Gunnarsson kom að
Hallormsstað, var þar prestur síra Hjálmar Guðmundsson.
Hefur hann orðið hart úti í umtali og er enn ekki lát á af-
skræmifegu’m sögum um hann. Síra Hjálmar var að vísu