Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Qupperneq 81
MÚLAÞING
79
óvenjulegur maður í hiáttum en það á þá skýringu, að hann
var löngum annars hugar, enda á rangri 'hillu í búskapar-
basli í fátæku brauði, því að eðli hans var vísindamannsins
og hneigðin mest til náttúrufræða. Gísli son hans, hinn vin-
sæli og heppni fjórðungslæknir á Höfða, tók góðar gáfur
hans í arf og nýttist betur. Þá má minna á, að síra Hjálmar
var lengi kennari og forstöðumaður bamaskólans á Hausa-
stöðum á Álftanesi og vann þar brautryðjendastarf í ís-
lenzku þjóðfélagi.
Síðasti Hallomsstaðarpresturinn, síra Sveinn fræðimað-
ur Níelsson á þá ekki síður mikla sögu, sem hér er ekki
unnt að gera skil, en getið þess fádætnis, að hann var 78
ára, er hann fluttist til Austurlands og fefck veitingu fyrir
Hallormsstað, en hafði víða verið og þjónað áður. Talinn
í röð fremstu kennimanna, gáfaður og skáldmæltur. Sem
vænta má varð prestskapur hans á Hallormsstað stuttur,
aðeins hálft annað ár_ en því miður kunnu Skógamenn lítt
að meta þenna aldraða fræðaprest og uppnefndu hann svo,
að ekki er eftir hafandi. Son síra Sveins var Hallgrímur
bisfcup, en dótturson síra Haraldur Níelsson prófessor. Var
Sigríður móðir hans af fyrra hjónabandi síra Sveins, er
hann var kvæntur Guðnýju skáldkonu frá Grenj'aðarstað
J ónsdóttur.
En víkjum nú á götuna út og upp frá HalloRnsstað og
yfir hálsinn. Hér var ekki aðeins kirkjuvegur Hallorms-
staðar og hjáleigna hans eftir 1895, en lengi fyrr frá Geir-
ólfsstöðum og Mýrum f Skriðdal, er sókn áttu að Hallorms-
stað. Voru þær jarðir eign Hallormsstaðarkiirkju. — Þing-
múlasókn tekur nú yfir Skriðdal allan og eru það 25 bæir
með staðnum og tveimur heimilum við Grímsárvirkjun.
Vað, sem er yzti bær í dalnum að norðan, var í Vallanes-
sókn, setn og Stóra-Sandfell, neðsta Skriðdalsbyggð að
austan, og er virkjunin þar í landeign. Af þessu má sjá, að
Þingmúlasókn var lítil og brauðið sára fámennt, tók aðeins
til átta bæja að fornu tali. Einn þeirra var Skriða, sem
dalurinn heitir eftir, og því í fyrstu Skriðudalur, en slík