Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 84
82
MÚLAÞING
endurnýja eigi síðri, nýja kirkju mátti ekki reisa, nema
á hinum gamla, helgaða grunni og skyldi hún ek'ki vera
’minni en hin fyrri, né af ódýrara efni. Tíðar yfirreiðir
biskupa áttu að veita stnangt aðhaid að þessu leyti.
Tuttugu og þriggja staðarpresta í Þingmúla yrði ofætl-
un að gera söguskil í þessum stutta þætti. En nokkurs skal
minnzt.
Um fjóra þá fyrstu, sem nafngreindir eru í Prestatali og
prófasta eftir síra Svein Níelsson, er og aðeins vitað_ af
því að þeir koma við skilagreinir og undirskriftir. Hinn
síðasti þeirra hverfur af vettvangi 1540 með siðskiptunum
og er l'klegt, að hér hafi verið prestlaust í prestafæð hins
nýja siðar fram eftir öldinni. Þá getur tveggja, er voru
stutt, en síðan síra Árna Magnússonar í aldarf jórðung og
er ekki kunnugt um uppruna hans og örlög.
En árið 1615 er merkilegt í sögu staðarins. Þá kemur að
Þingmúia síra Gizur Gíslason, prestsonur frá Söndum í
Dýrafirði, en hafði áður þjónað í Breiðdal og Stöðvarfirði,
átti Guðrúnu Einarsdóttur skálds í Eydölum Sigurðssonar.
Var þeirra son hið nafnkennda skáld síra Bjarni Gizurar-
son, er tók við Þingmúla að föður sínum látnum 1647 og
hélt til 1702. Er samfelldur þjónustutími þeirra feðga á
staðnum 87 ár. Síra Bjarni varð gamall mjög. Hann and-
aðist á Hallormsstað 1712, 92 ára, hjá síra Eiríki syni
sínum, en hafði þjónað þar um sinn áður, er tengdason
hans er prestuir var á Hallormsstað, bláfátækur, lézt af
slysförum. Annan son átti síra Bjarni, er einnig hét Eirík-
ur. Var hann lögréttumaður og bjó í Stóra Sandfelli. Þar
var síra Bjarni nokkur ár í ellinni, þá vair kona hans dáin.
Var hún dóttir síra Árna í Vallanesi Þorvarðssonar og hét
Ingibjörg, kölluð hin yngri, en alsystur átti hún, er nefnd
va.r Ingibjörg eldri. Fleirnefni voru gersamlega óþekkt á
þessum tímum og lengi síðan, en hitt næsta algengt, að svo
væri gert sem hér greindi, að systur bæri sama nafn og
bræður nefndir eina og sama algenga nafninu.
Um síra Bjarna skáld í Þingmúla er að sönnu ýmist vit-