Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 85
MÚLAÞING
83
að, enda var hann meiri háttar skáld og frægur með samtíð
sinni O'g enn í dag, þótt lítið sé til á prenti af ljóðum hans.
Mikið er varðveitt í handritum víðs vegar. Þó var gefin út
lítil ljóðabók hans hjá Menningarsjóði 1960. Sá Jón M.
Samsonarson um útgáfuna og ritaði um skáldið.
Síra Bjarni va^- bundinn fæðingarstað sínum undir Múl-
anum traustum böndu’m. Hann mun aldirei hafa hugað á
breytingu eða brottflutning frá Þimgmúla. Þar var hann
þó ekki nema bjargálna, og það aðeins framan af. en síðan
fátækur, enda varð hann fyrir ýmsum áfötlum. Um og eftir
1670 voru stórfelld harðindi í Austfjörðum og þokan náði
til Skriðdalsins, hey nýttust ekki, og 1673 fór allt undir
ísalög og veturinn eftir grimmur. Þá yrkir hann:
Eru nú Austurfirðir
áður fríðir á kinn,
lakir og lítils virðir;
loða við harðindin;
á sumarið fiskur fár
fæst um sérhvört ár,
öðrum hvör í kverkar kemur
kynngiveturinn sár;
lifa við munn og maga
margir um þessa daga.
Hann lýsir einnig hinu voðalega ástandi. er „hríðir af
himni flóðu. hafið og vindur söng“ þannig, að „hér í sýslu
hundruð mörg / hittu í dauðans ál; auðnir eru nú víða,
þar í var fjöldi lýða“. Það bar og til á þessum þrauta árum,
að tveir synir síra Bjama dóu, Árni, 18 ára piltur og Gizur,
við nám í Danmörku. Varð útför hans svo kostnaðarsöm,
að s:ra Bjarni gat eigi greitt, en arfur frú Ingibjargar upp
genginn í nám sonarins. Hinn auðugi Skálholtsbiskup,
magister Brynjólfur Sveinsson, hljóp undir bagga, en hirti
allt nýtilegt, er Gizur frá Þingmúla hafði átt, og sendi
siðan reikninginn austur. Hlaut síra Bjami að verjafít