Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 86
84
MÚLAÞING
'kröfunni taeð Jónsbókarheimild um greftrun fjárþrota
fólks, og tók hann það mjög sárt. — En allt um raunir og
niðurlægingu fátæktarinnar yfirgaf gleðin og sólarsýnin
aldrei skáldorestinn í Þingmúla. Sálarþrek hans var svo
mikið að það var ekki fyrr en 1702, er kona hans var önduð
fyrir 4 árum, að hann lætur af þjónustu og fer að Hall-
ormsstað. 82 ára. Þar á hann enn þann þrótt að geta þjónað
í stað tengdasonarins. unz dóttir hans hlaut að leysa upp
snautt heimilið. Eftir Sandfellsárin, og ósköp bólunnar, er
hann enn em og eygir góða von, er síra Eir'kur son hans,
er vildarmenn höfðu kostað til náms, verður prestur á
Hallormsstað. Átti hann þar 3 ár, 1709—1712, og gat sagt
af feginleik:
Hvað gott bað, sem hnígur til mín,
heilagur Guðt er eignin þín.
í Ijósið þitt, sem Ijómar og skín,
Jeið þú mig. þegar æfin dvín.
En mynd þessa gáfaða manns í andstreymi hinnar myrku
aldar, skulum vér sjá og geyma með oss í þessu erindi:
Sœl vermir sólin oss alla.
í hœðunum byggir Herrann sá,
sem henni skipaði loftið á.
Hans vil eg að fótunum falla.
Þess var ekki að vænta, að staðurinn í Þingmúla eign-
aðist fleiri s'líka kjörsyni anda og snilli. fremur en Kirkju-
bær í Hróarstungu aðra á borð við síra Ólaf móðurbróður
hans eða Vallanes, sem var setur síra Stefáns skálds Ólafs-
sonar frá Kirkjubæ í 40 ár.
En hugum lítið eitt að 18. öldinni í Þingmúla.
Þann tíma og fram til 1810 sátu 4 prestar á staðnum.
Jökuldælingurinn síra Eiríkur Sölvason hélt Múla í nær
30 ár, en hafði áður víða verið og vel framazt heima og