Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 87
MÚL AÞING
85
erlendis, verið gildur bóndi að Meðalnesi í Fellum og haft
marga ívasan og umboð. — Feðgarnir síra Halli Ólafsson,
skaftfells'kur, og síra Björn Hallason, sátu Þingmúla næstu
55 árin. Var síra Björn hið mesta hraustmenni og þjónaði
Kolfreyjustað og fleiri sóknum, þó með hvíldum. lengi
eftir að fór frá Þing'múla 1787. Mega móðurharðindin vera
skýring þess, að hann fluttist af fæðingarstað sínum og í
Firði eftir 20 ára þjónustu, nema konu hans fýsti svo mjög
að sjónum, en hún var prestsdóttir frá rífcissetrinu Hólmum,
sem löngum var eitt þriggja eftirsóktustu brauða í land-
inu. Þar og á Kolfreyjustað hafði næsti Múlaprestur, síra
Jón Hallgrímsison, verið aðstoðarprestur áður, en kona hans,
prestsdóttir á Hólmum, var málhölt og andaðist eftir stutta
sambúð, e.t.v. af barnsförum. En Ingveldur dóttir síra Jóns
af síðara hjónabandi giftist síra Sigfúsi Finnssyni í Hofteigi
og þar efra dó síra Jón eftir fjögurra ára veifcindi 1815. Voru
þau þá ný flutt að Hofteigi frá Þingmúla, þar sem síra Sigfús
þjónaði frá 1809, fyrst aðstoðarprestuæ tengdaföður síns,
Frú Ingveldur dó þjóðhátíðarárið, f jömgötnul, ekkja nær
30 ár.
Síra Einar Björnsson kom nú að Þingmúla og frá Hof-
teigi, en þeir síra Sigfús höfðu brauðaskipti. Var síra Einar
orðinn sextugur, er þetta var, og entist stutt, enda slitinn
mjög, einkum af óumræðilegu basli í aldarfjórðung á
Klyppstað í Loðmundarfirði, er barnamissir og fátækt
höfðu næstum gert út af við hann. Er raunar aðdáunar-
vert, iað hann skyldi komast yfir þá þjáningu og öirvilnun
og sitja Hofteig og síðan Þingmúla sæmilega í 20 ár,
ekkjumaður frá 1803. S-íra Þórður Gunnlaugsson frá Hall-
ormsstað var aðstoðarprestur hans í Þingmúla, alls 4 ár,
en fór að Desjarmýri, er presturinn þar, síra Engilbert
Þórðairson, fekk Þingmúla 1821. Síra Engilbert var Múla-
prestur í 30 ár. Merk grein um hann og áhuga hans f>rir
stofnun Hins íslenzka bókmenntafélags eftir Þorstein M.
Jónsson fv. skólastjóra birtist í 2. hefti Múlaþings. Urðu
stofnfélagar svo margir í Desjarmýrarbrauði, að undrun