Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 88
86
MÚLAÞING
sætir í samanburði við aðra staðý ekki sízt Reykjavík, en
þar voru þeir alls 17, í Norður-Múlasýslu 63. í flestum
héruðum 3—7, einni enginn (Vestur-Skaftafellssýs'la), en
sums staðar um og undir 20. Rekur Þorsteinn áhrifin til
síra Engilberts og nefnir greinina: Sveitin, sem tók stofn-
un Bókmenntafélagsins með mestum föguði. — Síra
Engilbert var frá Vigur í Djúpi, en móðir hans ættuð frá
Flatey á Breiðafirði. Mætti þvj álíta, að hann kynni hag
síniu'm sæmilega á Mýrarstað- svo nálægt opnu hafi, og
leitaði ekki inn til Héraðsdala þaðan. En árin á Desjarmýri
voru honum erfið og harðindi í landi. Hann var að vísu vel
kynntur meðal sóknarfólksins, en þókti lánast miður bú-
skapurinn. Hafði komið austur einn síns liðs og kvænzt
síðan ekkju fráfarandi prests, sem var all títt, og þá ekki
ávallt skeytt um miseldri. Maddaman á Desjarmýri var
Guðrún yngri Jónsdóttir sýslumanns á Hoffellli. Er það kunn
ætt. Fyrri maður hennar, sira Einar Jónssion, skáldmæltur
Skaftfellingur, hafði látið sér mjög annt um hana; en síra
Engilbert isíður, að sögn, enda her’mir Sigfús í þjóðs'ögun-
um, að síra Einar hafi birzt eftirmanni sínum í Desjarmýr-
arkirkju og krafið hann um að virða maddömu Guðrúnu.
Varð tíðrætt um þetta, er kvisaðist, og lengi síðan trúað á
tilvist kirkjuvofunnar á Desjarmýri.
í Þingmúla varð síra Engilbert fyrir gífurlegu tjóni 1832,
við bæjarbruna á staðnum. Fórust í eldinum Ingibjörg
prestsekkja Jónsdóttir, mágkona síra Engilberts, sem lengi
hafði lifað af eftirlaiunum og orðin var örvasa, og Eyjólfur
ísfeld s’miður, sem var að ljúka kirkjugerð í Þingmúla. í
þjóðsögum Sigfúsar segir mjög frá ísfeld, sem var hinn
merkasti, lærður trémeistari frá Kaupinhöfn og fær mjög
til smíða, en auk þess dulvitur og forspár. Sagnir um Eyjólf
Isfeld eru skemmtilegar, en hér urðu lyktir. Hafði hann
löngum sagt, að um dauða sinn væri allt eins og í reyk, og
því verið ærið óvílsamur í hverskonar harðæði og vötnum.
Meðan hann vann að kirkjusmíðinni í Múla var hann hald-
inn ógleði og vildi se’m fyrst í burtu. Varð nú tilviljun ein