Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 89
MÚLAÞING
87
mikili örlagavaldur, en skilaboð um, að hann mætti sækja
í Múla að Mýrum, þar sem hann hafði ráðið sig til smíða
hjá Sigurði bónda Hallssyni, gleymdust. Er svo skemmst
af því að segja, að í eldsvoðanum fórust þau ísfeld og gamla
konan, hún komst ekki út, en hann, sem rösklega hafði
gengið fram í björgunarstarfinu, fór inn í brennandi bæinn
að sækja prestsefckjuna. Komst út með hana lífvana, en
þoldi ekki reykinn og var brátt örendur.
Það er af síra Engilbert að segja, að hann lifði við versn-
andi hag eftir þessa atburði og lánaðist ekki fjárb'úskapur
á hinni víðlendu dalajörð, en tekjur prestakallsins rýrar.
Guðmundur Einarsson, stjúpson hans, sat á jörð Múla-
kirkju í Flögu og varð hreppstjóri, en Einar son hans og
frú Guðrúnar, bjó á Víðilæk í Skriðdal. Þar dó síra Engil-
bert haustið 1862, uppgjafarprestur, en Einar fór síðan til
Vesturheims og andaðist í Norður-Dakota 1908.
Síra Bjarni Sveinssion að Kálfafellsstað kom að Þing-
múla, er síra Engilbert gaf upp þjónustu 1851 og var ný
farinn suður að Stafafelli, er gamli presturinn dó. Síra
Bjarni var talinn gáfumaður, en á köfium lamaður á geði
Hans son við fyrri konu, Rósu prestsekkju á Hofi í Alfta-
firði Brynjólfsdóttur í Eydölum, var síra Jón Bjarnason í
Winnipeg, ritstjóri og forgöngumaður með ísilendingum
vestanhafs. S:.ra Jón fann að flestu hér heima, er kom í
kynnisför, ’m. a. kirkju og prestum, en hafði sjálfur horfið
frá Dvergasteini í Seyðisfirði vegna þess, hve honum þóktu
aðstæður presta á Íslandi erfiðar, eftir aðeins 4 ára veru,
en að vísu var þá mikil óáran og vandi í landi (1880—1884).
Kom síra Jón þvf til leiðar, að síra Stefán Halldórsson í
Hofteigi og síra Stefán Sigfússon á Hofi í Álftafirði voru
sviptir kjól og kalli. Mun slík afskiptasemi seint gleymd á
Austurlandi. Allt um þetta, sem þó er ljót saga, verður sára
Jón að teljast merkur vegna ritstarfa og þjónustu með
Vestur-íslendingum. — Annar son síra Bjarna og frú Rósu
var Sveinn í Volaseli í Lóni, en dætur hans og síðari kon-
unnar, sem var úr Fljótsdal, voru Anna, kona Jósefs Jóns-