Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Qupperneq 91
MÚL AÞING
89
um all mörg ár. Þar kom vorið 1881, að aftur settist prest-
ur að í Múla. Var hann reyndur og kunnur, hafði þjónað
mörgum brauðu’m í Skaftafellssýslum og setið á Alþingi,
auk þess sem hann var hinn fyrsti Islendingur, sem lærður
var í kennslu málleysingja og hélt skóla í þeirri veru. Oft
og víða hefur verið sagt frá síra Páli Pálssyni frá Hörgsdal.
Hann var manna örlátastur. búsýslumaður og framkvæmda,
en á hinn bóginn næsta hvarflandi. mæðusamur í einka-
lífi. Mikið hlýtur þó að hafa verið í hann spunnið, fyrst
enn er umtalaður og dáður um margt í sinni gömlu sókn
í Skriðdai. Var þó ekki allt ’með felldu — og ellin varð
honum ekki tóm til farsællar yfirbótar. Hann dó á miðjum
aldri, drufcknaði í Grímsá undan Vallanesi á 54. afmælis-
degi sínum, 4. október 1890. — Síra Páll var son Guðríðar
Jónsdóttur hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri „hins ey-
firzka“ Miagnússonar. Jón va.r bróðir Helgu ráðskonu síra
Jóns Þorlákssonar á Bægisá. fæddur á Auðnum í Öxnadal
1758. Sögn er um að tveir piltar villtist úr hjáseitu í Öxna-
dal. Var Jón annar þeirra og kom fram á Austurlandi, en
til hins spurðist aldrei. Faðir síra Páls var síra Páll í Hörgs-
dal, þótt svo væri ekki látiö heita, ekki einu sinni, þegar
drengurinn var fermdur, en þá „ættleiddi“ Páll prófastur
þenna son sinn. Hafði kvænzt Guðríði, er drengurinn var
sex vetra — og fekfc til þess leyfi, þar sem hún hafði átt
lausaleiksbam. Um þetta vita allir, sem vita vilja, og engin
ástæða til þess að draga fjöður yfir það hér. En þessar
leyndu og ógeðfelldu kringutnstæður voru eins og fyrir-
boði lífsforigðanna á ævivegi síra Páls. Hann kvæntist ung-
ur Guðrúnu dóttur Þorsteins lögregluþjóns í Reykjavík
Bjarnasonar. Attu þau tvö börn. Pál, sem bjó lengi á Hér-
aði, síðan syðra, og Ragnheiði, er giftist Jóni ísleifssyni á
Eskifirði. Þau Guðrún slitu samvistir 1879 og var síðari
kona síra Páls' Steinunn Eiríksdóttir í Hláð í Skaftártungu
Jónssonar. Gengu þau í hjónaband 1881 og eignuðust 4
syni: Jón trésmið á Eskifirði, Svein og Geir, sem settust
að syðra, og Arnfinn. er dó uppkominn og ókvæntur. En