Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 93
MÚLAÞING
91
inn góöur andi, sem svo er kallað. Kirkjan er 13x8 álnir,
byggð út í eitt ekki forkirkja né turn, vegghæð 5 álnir, en
1 mæni 13 Lh alin. ÖU er hún byggð innan með panel, en
utan vatnsklæðning. Á altari og prédikunarstól falleg smíði,
sennilega úr eldri kirkju. Númeratafla frá Hallormsstað
(1802) fyrir 13 sálma. Höfuðprýði altaristafM sem Þórar-
inn B. Þorláksson málaði 1916. Annar búnaður allur góður
og hljóðfæri. Núverandi organisti er Margrét Gísladóttir
frá Skógargerði eins og við margar kirkjur á Héraði, en frú
Björg Jónsdóttir í Vallanesi, kona síra Sigurðar Þórðarson-
ar prests þar 1924—1935, var í áratugi organisti í Þingmúla
og Vallanesi allt fratn til 1966? er heilsa hennar aftraði.
Vorið eftir dauða síra Páls vígðist nýr prestur að Þing-
múla, síra Magnús Blöndal Jónsson prests 1 Vogi á Fells-
strönd o. v. Bjarnasonar. Þjóðkunnir voru bræður síra
Magnúsar: Bjarni grískukennari og stjórnmálamað'm: og
Helgi náttúrufræðingur, en móðir þeirra, kona síra Jóns,
var Helga Árnadóttir frá Hofi 1 Öræfum. Síra Jón gegndi
nokkurri prestsþjónustu í Vallanes- og Þingmúlasóknum
á árabili fyrir sira Magnús son sinn og er prúðmennsku
hans og fágaðs stíls minnzt í þessum sveitum. Vera síra
Magnúsar í Þingmúla varð aðeins um eins árs sakir, því
að skv. lögum frá 1880 skyldi Þingmúlaprestakall satnein-
ast Vallanesi og prestsetrið vera þar. Fluttist síra Magnús
úteftir, þegar síra Bergur Jónsson í Vallanesi var allur, svo
sem til var ætlazt eftir veitingabréfi hans fyrir Þingmúla.
Kona síra Magnúsar var Ingibjörg Pétursdóttir Eggerz frá
Akureyjum á Breiðafirði og eignuðust þau átta böm, sem
ung urðu móðurlaus, en frú Ingibjörg dó í Vallanesi sum-
arið 1898. Einn þeirra systkina er síra Pétur; prestur í Valla-
nesi 1939—1959, annar Páll, lögfræðingur syðra; og er hann
fæddur í Þingmúla, síðasta prestsbarnið, sem þar fæddist.
Kapitulaskilin í Þingmúla urðu vorið 1892. Síðan er þar
bóndagarður í ríkiseign. Vegna útgáfu Búnaðarsambands
Austurlands á hinu mikla ritverki um Sveitir og jarðir í
Múlaþingi er óþarft að gera hér nákvæma grein fyrir Þing-