Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 96
94
MÚLAÞING
Hvol og segir svo: „Áður en hann dó gaf hann sjóð til fóður-
forðabúrs í Borgarfirði“.
Enn lifa á vörum manna í Borgarfirði sögur um hjálp-
semi Þorsteins í Höfn, sumar tengdar ögn kimilegum atyik-
um. eða tilsvörum og skal ein þeirra hér höfð uppi:
Það var einhveriu sinni, er hart var í ári, að þurrabúðar-
maður einn úr Bakkagerðisþorpi kom til Þorsteins með
poka sinn tóman að leita sér einhverrar bjargar. Segir ekki
af dvöl mannsins í Höfn, eða viðræðum þeirra Þorsteins.
En er gesturinn var farinn, spyr Anna bónda sinn að erindi
mannsins og sagði Þorsteinn sem var, að hann hefði komið
með poka sinn að leita sér úrlausnar. ,.Þú hefur látið hann
bafa eitthvað", segir húsfreyja. Ekki neitaði Þorsteinn því,
kvaðst hafa tínt eitthvað í pokann hans. „Hann hermir
eftir þér í staðinn“, segir hún. Þá var það. að af vörurn
gamia mannsins í Höfn féllu þau orð, er lengi verða í minn-
um höfð um Borgarfjörð: „Efeki verður hann saddur af því,
au’minginn".
Þau Hafnarhjón, Anna og Þorsteinn, eignuðust þrjú börn,
er upp komust: Bjarna, er hér verður nokkru gerr frá sagt,
Mamús bónda í Höfn, föður Þorsteins, er þar býr enn, og
Jóhönnu húsfreyju á Sandbrefeku móður Þorsteins Sigfús-
sonar. Fæðingardagur Bjama var 16. desember 1868.
Heimilið í Höfn var menntaheimili á góða og gamla vísu.
þar var bókakostur góður eftir því sem þá gerðist á sveita-
bæjum og má þar um lesa í fróðlegri frásögn Þorsteins M.
Jónssonar. er birtist í 2. hefti Múlaþings og ber nafnið
Sveitin sem tók stojnun Bókmenn+afélagsins meö mestum
fögnuði. Böm þeirra Hafnarhjóna hafa því í æsfcu átt
mennta völ, þótt ekki gengju þau menntaveginn, eins og
það var nefnt að fara í skóla. Leynir þetta sér ekki á bréf-
um Bjarna, sem þegar á unga aldri skrifar frábærlega fagra
hönd og hefur stíl, stafsetningu og notkun greinarmerkja
svo á. valdi sínu, að undrun og aðdáun hlýtur að vekja.
Ég hef undir höndum 3. tölublað 3. árgangs af sveitar-
blaði B'orgfirðinga er nefndist Unglingur. Þetta tölublað er