Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 105
MÚLAÞING
103
Að bál það ei slokkni er mitt ævistarf.
Og milljónir falla
en mér ei til halla,
því milljónir vígmóðinn taka í arf.
Fátt tekur Bjama jafn sárt og að Þjóðverjar, „sú mennta
og menningarþjóð11 skyldu verða til að koma ósköpunum
af stað. Og „Foringinn“ fær kaldar kveðjur í kvæðinu Ein
af mörgum, sem hann leggur 1 munn þýskrar móður:
Sveipa dökkar sorgarslæður
sálir vorar, þýskar mœður.
Vora menn og vösku syni
valdagrœðgin heimtir sér.
Þessum Mólok, morðhungraða,
milljón lífa fórnað er.
í þriðja kafla bókarinnar eru nakkur gamankvæði, sem
svo eru nefnd, sum vart með réttu. Bj'ami Þorsteinsson
var enginn spéfugl og er jafnan grunnt á alvörunnni í
ljóðum hans og bréfum.
Fjórði kaflinn nefnist Ættjarðar- og vina minni.
Hér rekumst við á þekktasta kvæði Bjarna, a. m. k. hér
heima, álfakvæðið, sem sungið hefur verið heilt, eða að
hluta, á hverjum einasta álfadansi, sem haldinn hefur verið
á Borgarfirði síðan u'm aldamót, og gengið þar í uppskrift-
um manna á milli. Þetta kvæði sem nokkurn veginn má
telja víst, að sé ort á þeim árum er hann dvaldi á Borgar-
firði eftir heimkomuna frá Danmörku, er ef til vill engan
veginn besta kvæði Bjarna en á vel við stundina sem það
er helgað og hefur orðið ákaflega vinsœlt meðal Borgfirð-
inga. Það verður tekið upp í heild hér á eftir og þar fylgt
texta ljóðabókarinnar, en nokkur orðalagsmunur er á
honum og uppskriftunum, se'm geymst hafa í Borgarfirði,
sem eðlilegt er. Líklegt er að ljóðið hafi oft verið skrifað
eftir minni, en væntanlega er texti þess í bókinni eins og
höfundur gekk sjálfur frá honum.