Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 106
104
MÚLAÞING
Úr sögum og sögnum nefnist fimmti hluti bókarinnar.
Þótt kvæði þessi séu eigi mörg. má af þeim gjörla marka
áhuga höfundar á sögu ísiensku þjóðarinnar. H'ann 'sækir
yrkisefnin í Egils sögu, Laxdælu, Sturlungu og víðar. Fer
sínar eigin leiðir í söguskoðun, ekki til að vera öðru vísi en
aðrir heldur vegna þess hann sér atburðina í nýju ljósi.
Hann yrkir einnig um Sunnefu og Wium og gengur enn
í berhögg við aknannaróminn.
Sjötti kafli bókarinnar geymir 10 erfiljóð, sem öll bera
svipmót höfundar síns, auðug af góðvild, þrungin trega.
Sjöundi kaflinn eru þýðingar.
Bjarni Þorsteinsson var mikill tungumálamaður. Telur
Gísli Jónsson; að hann hafi þegar verið orðinn fær í Norð-
urlandamáilunum og ensku af sjálfsnámi er hann fór til
Kaupmannahafnar nokkru eftir tvítugs aldur og á náms-
árum sínum þar hafi hann tekið að leggja sig eftir þýsku
og frönsku í tómstundum sínu'm. „ .. . hann las og skildi
sjö tungur, og talaði sumar þeirra vel...“ segir Gísli.
Þessar þýðingar Bjama eru úr ensku, frönsku og þýsku
og geta má þess, að hann glímir þar við Heine, Hugo og
Edgar Allan Poe. Ekki skal reynt að leggjia dóm á þýðingar
þessar. en lipurlega eru þær kveðnar á íslenskunni.
Að síðusltu eru í bókinni þrjú ljóð á ensku. þar af tvær
þýðingar úr ísílensku: Norðurljós eftir Einar Benediktsson
og Hreiðrið eftir Þorstein Erlingsson, en á Þorsteini mun
Bjami hafa haft sérstakar mætur sem skáldi.
Vel má vera að Bjami hafi þýtt meira úr íslensku, þótt
hann hafi ekki haldið því til haga.
Eins og greint er áður frá gerði Bjami Þorsteinsson ekki
kröfu til að nefnast sfcáld. í bréfum sínum víbur hann
sjaldan að ljóðagerð sinni og ræðir þar fátt um hvetrt sinn.
Hefur síður en svo í frammi tilburði til að láta mikið yfir
sér á þessum vettvangi, fremur en öðrum, nema síður sé:
„Þetta er nú ekki svo að skilja. sem ég sé hreykinn af að
hafa hnoðað þessu saman, langt því frá. Ég ætla ekki að