Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 108
106
MÚL AÞING
skapur þó ekki sé hann eíns siléttur og fágaður eins og t. d.
'hjá Þorst. Erl. Stefán er bæði stórskáld og bráðvitur maður“.
Oftar í bréfum sinum minnist Bjami á Guttorm J. Gutt-
ormsson og nefnir hann ætíð Guttorm frænda, enda voru
þeir þremenningar að frænds'emi. Jón Ogmunds'Sion á Hóla-
landi, fæddur um 1775, var langafi beggja. Meðal Borgfirð-
inga var þetta oft nefnd Hólalandsætt, þótt ekki hafi sú
ættgreining komisf á bækur en kotnin er ætt þessi frá
Ingibjörgu þeirri Jónsdóttur, er nefnd var Galdra-Imba, og
er hin merkasta ætt.
Með bréfi sem dagsett er 16. apríl 1928 sendir Bjami
Magnúsi kvæðið uffl Sunnefu, þar sem hann setur fram
nýja skoðun á þeim Wium sýslumanni og henni. Skoðun
þessa rökstyður hann nánar í bréfinu og langar að heyra
álit þeirra Magnúsar bróður síns og Sigfúsar Sigfússonar
á hiugmynd sinni. Þrem árum síðar heimilar hann Magn-
úsi að l'áta prenta þetta kvæði og bætir við:
„Eg sendi þér aðrar vísur að gamni 'mánu, sjálfsagt lítils-
virði, þó lastaði Guttormur þær ekki“.
Sýnileigt er, að Magnús í Höfn 'hefur viljiað fá að sjá meira
af kveðskap bróður síns, því 16. maí 1932 segir Bjami í
bréfi til hans:
„Ég héld, að ég hafi engar nýjar vísur, nema þessi blöð
sem ég sendi. og flest af því eldra er týnt sem einu gildir“.
En 30. október 1939 stenst friðarsinninn og mannvinurinn
Bjarni Þorsiteinsson ekki mátið og segir í bréfi til Magn-
úsar:
„Ég sendi þér vísur um hergagnasalann. Þær eru nú orðn-
ar margra ára gamlar; en væm eins góðar fyrir því, ef þær
annars væru nokkurs virði“.
En nú dregur að lokum. Eftir þetta minnist Bjami ekki
á kveðskap sinn í bréfum til Magnúsar fyrr en 8. apríl
1942. Þá sendir hann honu’m kvæði sem hann biður fyrir
til Þorsteins M. Jónssonar til birtingar í Nýjum kvöldvök-
um „ef honum sýnist svo“. Þar á meðal er þýðing á kvæði
eftir Hugo, alllöngu.