Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 115
MÚLAÞING
113
dalsheiði, ellegar að leiðin lá meira suður á við um Vegar-
hraun, Tóaxlir og stefnt í Stafdal svo nefndan, sem liggur
í sveig vestan Bjólfsins og komið niður milli Stafa Seyð-
isfjarðarmegin. Einkum var þessi leið farin á vetrum, er
gott var gönguleiði.
Fjórða leiðin sem einnig var farin milli Héraðs og Seyð-
isfjarðar. lá um svo nefnt Afréttarskarð. Var þá farið upp
frá ytri fjallabæjunum í Eiðaþinghá, Gilsárteigi eða Brenni-
stöðum um Afréttarskarð og komið niður á Bröttubrekku,
sem er fyrsta brekkan upp úr Vestda'.num, og svo eftir það
sömu leið og farin var, er leið lá um Vestdalsheiði. Þetta
var einnig vetrarleið eingöngu og aðeins farin af gangandi
mönnum.
Þórhallur bóndi Helgason á Ormsstöðum í Eiðaþinghá
hefur margs að minnast frá langri æfi, enda er hann, er
þesisar línur eru ritaðar. 88 ára að aldri og segir hann þá
sögu er hér fer á eftirl).
Það var snemma vetrar árið 1910, að atburður sá gerðist,
er hér verður greint frá. Ég va,r þá lausamaður, hafði lokið
smíðaniámi ierlendis tveim árum áður. Ég hafði heimili mitt
á Eiðum og vann þar sitt hvað að smíðum.
Fljótlega eftir að skóli hófst þetta haust talaðist svo til
milli mín og tveggja pilta á staðnum að skreppa á Seyðis-
fjörð, og þá að sjálfsögðu gangandi. Piltar þessir voru Lúð-
vík Jónsson frá Ámanesi í Austur-Skaftafellssýslu og Sig-
tnar Guttormsson frá Geitagerði í Fljótsdal. Það mun hafa
verið um miiðjan nóvember sem ferðin var ákveðin. Var
þá færð svo háttað, að autt var í byggð en snjór kominn til
fjalla. en lítill að okkar áliti. Kvöldið áður en við lögðum
upp sáum við ekki betur en veðurútlit væri gott, enda var
þá á bægviðri.
Er við vöknuðum morguninn eftir var útlitið breytt.
1) Frásagan var fullrituð fáuim dagum fyrir andlát Þórhalls í
nóvember 1974.