Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 119
MÚLAÞING
117
Séra Kolbeinn Þorleifsson:
Síra Bjarni Gizurarson
og stóra bóla
I.
Árið 1707 kom stóra bóla til íslands og lagði þriðja hluta
landsmanna í gröfina. Upphaf hennar var það, að náms-
maður einn í Kaupmannahöfn tók sóttina og lézt ytra.
Fatakista hans var send til fslands með Eyrabakka skipi,
sem hafnaði sig á uppstigningardag. Var káisrtian síðan flutt
austur í Holt á þann bæ, er maðurinn var frá. Tók fólkið
á bænum (Ási í Holtum) þegar að sýkjast af bólu, er fötin
höfðu verið tekin upp úr kistunni (eða svo er sagt í annál-
um). Barst sóttin skjótt þaðan til næPtu bæja og héraða,
læstist sem eldur í sinu sveit úr sveit, og til fjarlægra hér-
aða barst hún víða um sumarið með aiþingismönnum.
Bólan hafði síðast gengið sem faraldur á Íslandi 1672, svo
að fles'tir menn voru veikir fyrir svo magnaðri sótt. Svo
var bólan mögnuð, að sagt er, að sumir hafi dáið á sextugs
og sjötuigsaldri, sem fengið höfð'u bólu áður og hana mikla.
Þó valdi hún hélzt úr uppkomið ungt fólk allt sem rösk-
vast var og mannvænlegast, fremur karla en ko'nur, jafnt
á öllum aldri, en þó sízt ungbörn. Henni fylgdu bráðasótt
og margs konar sjúkdómar; fengu þeir er dóu höfuðóra og
lágu fæstir lengur en hálfa aðra viku eða hálfan mánuð,
en hinir lengur er á fætur komust. Annálar telja, og byggja
á getgátum Árna Magnússonar, sem þá var í landinu að
jarðabókarstörfium, að í Skáliholtsbi:skupsdæmi hafi dáið
12 þúsundir manna, en 6 þúsundir í Hólabiskupsdæmi.