Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Síða 120
118
MÚI. AÞING
Upplýsingar þær, sem hér eru gefnar eru skráðar af Páli
Eggert Ólasyni í Sögu Islendinga VI. bindi. Þær eru að
mestu ieyti byggðar á annálum Jóns Espólíns sýslumanns
og Árferði á íslandi eftir Þorvald Thoroddsen. Ef menn því
vilja kynna sér nánar hina almennu sögu stóru bólu, ættu
þeir að leita tll þessara rita á bókasöfnum. Hér er aftur á
móti ætlunin, að rekja heimildir annála u’m stóru bólu á
Austfjörðum og þó einkum og sér í lagi að kynna kvæði
síra Bjama Gizurarsonar (1621—1712), sém verið hafði
prestur í Þingmúla, en var nú búsettur á Stóra Sandfelli
í Skriðdal. Kvæði þau, er hann á sínum tíma orti um stóru
bólu eru alls ekki kunn meðal almennings, þótt örfáir
fræðimenn hafi laf þeim vitað. í kvæðum þessum kynnast
lesendur viðbrögðum hins aldurhnigna sálusorgara, er hann
fréttir af bólunni og heyrir að hún nálgast Austfirði, legg-
ur síðan Skriðdalinn undir sig og fer þaðan niður á Velli.
Kvæði þessi virðast öll vera ort árið 1708, en þá var bólan
fyrir austan. Samkvæmt einu kvæði síra Bjama sést að
20 manns íhafa dáið í Skriðdal úr bólunni. Það hefur verið
hálfur annar einstaklingur á bæ, því að samkvæmt mann-
talinu 1703 voxu 14 bæir í byggð í Skriðdalnum. Það er
merkiilegt, að Þingtmúlaannáll getur ekki um dauðsföll í
Skriðdalnum, og er annáliinn þó skrifaður af eftirmanni
síra Bjarna. síra Eiríki Sölvasyni, sem var prestur í Þing-
múla 1702—29. Þetta er undarlegt, því að þegar síra Eirík-
ur var prestur í Mjóafirði 1699—1701 gat hann um öll
prestsverk sem hann vánn: skímir, trúlofanir (þ. e. hjóna-
vígslur) og yfirsöngva (þ. e. jarðarfarir), en frá 1702 síkráir
hann aðeins í annál sinn skírnir og trúlofanir, en sleppir
yfirsöngvum gjörsamlega. Þarna fylla kvæði síra Bjama
iþví upp í eyðu í sögu Skriðdals, og eru jafnframt mikil-
væg söguleg heimild um bóluna á Austfjörðum.
Um bóluna á Austfjörðum segir svo í Sögu ísl. VI: „Vet-
urinn 1708 gekk bólan um Ólafsfjörð og fyrir norðan
Reykjaheiði j Þingeyjarþingi og um Austfirði. Um haustið
tók bólan sig aftur upp í Austfjörðum, hafði legið niðri um