Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 122
120
MÚLAÞIN G
II.
Hér vil ég 'gera nokkurn útúrdúr og bregða mér vestur
á Snæfellsnes, því að þaðan eigum við eina merkilegustu
samtímabeimilid um bóluna. Það er annáll Páls Vídalíns
lögmanns 1700—-1709. Frásögn hans af atburðum má helzt
líkja við frásagnir duglegra blaðamanna nútímans af frétt-
næmum atburðum. Á þessum árum var Pálil lögmaður í
jarðabókarnefndinni ásamt Árna Magnússyni, og ferðuðust
þeir á hverju ári um lanaið. Að loknu Alþingi 1707 sendu
þeir Pétur Markússon með bréf þeirra norður í Hofsós.
Hann var fljótur í förum og náði skipinu, reið síðan heim
til sín að Gröf og lagðist þar bólusjúkur. Dó svo úr þeirri
sótt, en Grimur fylgdarmaður hans komst á fætur aftur.
Eftir norðurreisu Péturs Mar*kússonar reið Páll lögmaður
út aftur á Stapa. og vildi halda áfram við jarðabóíkina, en
þá tók bólusóttin yfirhö-nd svo sterka, að fóifk gat ekki til
hans komizt. Þá var svo margur maður bólusjúkur í Snæ-
fellssýslu að þeir heilbrigðu unnust ekfci til að þjóna þeim
sjúku og ætlaði Páll það fyrir vís-t, að fyrir þjónustuleysi
hefði margur dáið, sem ella hefði kunnað að lifa. Á Stapa
sýktust af lögmanni Páli 3 menn: skrifari hans, Þorsteinn
Ketilsson, og Jón Jónsson. prests frá Hjaltabakka, og hesta-
drenigurinn sem Einar hét. Einar lá í hálfa aðra viku og
kornst síðan á fætur. Þo-rsteinn lá 1 sex vikur og var því
ekki ferðafær með Páli á meðan. Jón lá í þrjár vikur,
hresstist við aftur, en dó síðan. Meðan lögmaður var á Stapa
andaðis-t kona Magnús-ar isýs-lumanns Bjö-rnssonar, Þórunn
dótti-r séra Einars Torfasonar á Stað á Reýkjanesi og ’marg-
ur annar, svo þar var enginn hlutur jafntíður að sjá sem
líkfylgdir kistusmíði að dauðum mönnum, angur þeirra,
er sína misstu, þreyting og mæði þeirra lifandi í þjó-n-ustu
hinna dauðu og dauðsjúku. Frá Stapa fór lögmaður að Slít-
andastöðum og hitti Árna Magnúss-on að máli. Hjá honum
lágu dauðvona tveir þörfustu fylgismenn hans, Ormur
Daðason frændi hans og Árni Beinisson lestamaður, og enn
að auki hestadrengurinn Jón að nafni. Voru þeir nú báðir