Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 125
MÚLAÞING
123
getað huggað sig við það í Skriðdalnum. En slíkt var ekki
mögulegt, þá bólan sótti Grænland hei'm 1733. Þegar Hans
Egede fór að grufla út í guðfræðilegar orsakir þessarar
hræðilegu drepsóttar sá hann aðeins tvo möguleika. Ann-
ar var óhlýðni og seinlæti Grænlendinga að taka við náðar-
boðskapnum, hinn var, að hann sjálfur væri sekur um ó-
dugnað sem kristinn maður meðal heiðingja. Egede var
svo grandalaus að bera þessar áhyggjur sínar á borð fyrir
þýzka leikpredikara, sem komnir voru til landsins um leið
og bólan. Auðvitað ályktuðu þeir sem svo, að Egede hlyti
að eiga alla sök, því að hann hefði verið kristinn er hann
'kom til landsins. Drottinn væri nú með hirtingarvendi
sínum að benda honum á villu síns vegar. Næstu 'mónuði
lét því foringi hópsins ásakanirnar dynja á Egede fyrir
hönd Guðs almáttugs, bæði skriflega og munnllega. Hér er
auðvitað ekki staður til að fara ýtarlega út í þessa græn-
lenzku ritdeilu, heldur er á þetta bent til að sýna, hversu
alvarlegar andlegar þrengingar rnenn gátu komizt í vegna
drepsótta, eins og stóru bólu. Hvernig áttu menn líka að
geta tekið slíkum drepsóttum öðruvísi en sem refsingu frá
Guði á þeim öldum, er hvorki voru til almennileg sótt-
varnartæki né bóluefni. Við tuttugustu aldar böm getum
svo sannarlega talað digurbarkalega, þar sem við erutm
varðir gegn drepsóttum á alla vegu. Okkar öld á hægara
með að sjá gæzfcu Guðs en hinar gömlu aldir, sem stóðu
ráðþrota gegn plágunum sem yfir gengu og lögðu í gröf-
ina unga og gamla. Þessi þjáning krafðist úrlausnar fyrir
þá, sem þjáningarnar þurftu að líða. Og síra Bjarni reyndi
að veita isveitungum sínum þá úrlausn, sem hann megnaði.
En þessi harði rétttrúnaðarboðskapur hafði þó eina bjarta
hlið, sem snerti hégómaskap ’mannfólksins. Ef pláigur og
drepsóttir lögðust létt á einhverja sveit framar öðrum,
mátti sjá að ástandið var alls ekki eins slæmt og hjá ná-
grönnunum. Þetta sá líka síra Bjami ,því að samkvæmt
manntalinu 1703 voru 116 íbúar í Skriðdalnum en í bólunni
dóu bara tuttugu. Þá mátti álykta, að mælir refsingarinn-