Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 127
MÚLAÞING
125
sem í vændum er. Frá sjónairmiði sálusorgarans er sá hluti
kvæðisins mikilvægastur, er síra Biarni talar til þeirra,
sem eiga eftir að deyja úr sóttinni (v. 7—16). Hann lýsir
því sem lfkamians bíður í gröfinni og viðurkennir, að
vissulega sé það sárt, að hverfa frá nógu brauði og leggjast
í beð meðal orma jarðar. Og hann segir að jafn sárt sé að
sjá ástvini sína deyia. En drottinn kætir, ef hann grætir og
Meðin er fólgin í tilhugsuninni um bað að mæta Kristi á
himnum. f kröm krossins getur maðurinn bezt hugleitt sann-
leiksheit Guðs, svo að hann snúi sér til hans. Og er óttinn
við dauðann þjakar ’manninn á hann að hugsa um vitnisburð
Drottinis: „Ég eir ljós. líf og upprisa“. í lokakafla kvæðisins
(v. 17—20) ákallar skáldið Krist. konginn bezta, sem úr
krossnauð sinni, písl og dauða er nú leystur í hátign hæstri
oe hefur vald sitt margfaldað og mun halda um aldir alda.
Skáldið biður hann um að kraftur hans mildi feigðarkvíð-
ann, og leysi hann sem Iangar upp til hans í vist væna.
„Vertu sikjól mitt og sólin / þinn við stólinn, / Jesús, sanna
sólin“.
Þessi kvæði síra Bjarna Gizurarsonar fyrrum p;rests í
Þingmúla í Skriðdal. eru eins og siá má óljúgfróð heimild
um hugsunarhátt venjulegs rétttrúnaðarprests, siem vill
hughreysta sóknarbörn sín og sveit.unga í raun dagsins.
Þettia er ekki eina dæmið í sálimasögunni um svipuð við-
brögð presta við ógnum samtímans. Einn eftirlætis útfar-
arsálmur íslendinga í næstum 90 ár er orðinn til við hörm-
ungar þrjátíu ára stríðsins. Hér er um að ræða sálm síra
Pauls Gerhardts: „Á hendur fel þú honum / er himna
stýrir borg / það alit er áttu í vonum / og allt er veldur
sorg. / Hann bylgjur getur bundið / og bugað storma her. /
Hann fótstig getur fundið, / sem fær sé handa þér“. Þetta
var ort til fólks, sem ’mörgum sinnum hafði mátt þola ráns-
ferðir stórveldaherja síns tíma um litla þorpið þeirra.
Þarna þurfti presturinn að kveða hug í hrelldan
lýð. A sama hátt notaði síra Bjarni skáldgáfu sína í þágu
sveitunga sinna á raunastund. Jafnframt eru kvæði þessi