Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 142
140
MÚLAÞING
Eyjólfur Hannesson:
Sprett úr spori
Oft hef ég hugsað til þess á síðari árum, að gaman hefði
verið að eiga á kvikmynd atburð þann er hér verður frá
sagt.
Þetta gerðist að haustlagi, í vikunni fyrir fyrstu göngu.
Ártalið man ég ekki nákvæmlega en þetta er eitthvert árið
1935—1937.
Eg var að koma ofan úr Héraði frá þvi að fylgja manni
og var því með einn lausan hest ofan yfir. Þetta sumar
hafði ég átt tvo kálfa á göngu inni j Njarðvík og hugsaði
nú að 'taka þá með mér á heimleiðinni. Fór ég því Vatns-
skarð heim, þar sem þjóðvegurinn liggur nú, en ekki Göngu-
skarð eins og venja var á þeim árum o-g allt þar til Borgar-
fjörður komst í vegasamband. Með mér var hundur er ég
átti og nefndi Seppa Hann var stór, svartbotnóttur, sæmi-
legur fjárhundur, annars ekkert sérstakur að neinu leyti
öðru en því, að hann var ákaflega natinn að rekja slóðir.
Segir ekki af ferðum mínum fyrr en ég kom nokkuð nið-
ur í fjallið Njarðvíkurmegin. Þá beygði ég af leið og hélt
inn og niður á svonefndan Innri-Hríshöfða. Hríshöfðamir
eru tveir og liggur bílvegurinn nú um hinn ytri, er það kjarri
vaxni hallinn, sem haldið er eftir upp frá brúnni á Njarð-
víkurá, en milli Hríshöfðanna er kjarri vaxin dæld, sem
Vatnsskarðsáin rennur um áleiðis í Njarðvíkurá.
Er ég hafði fundið kálfana kom ég þeim á götutroðninga
sem, þá að minnsta kosti, lágu út fyrir Ytri-Hríshöfða. Eftir
að kálfarnir voru komnir á troðningana röltu þeir á undan
mér fyrirhafnarlítið.
Þegar ég kom út á milli Hríshöfðanna veitti ég því eftir-
tekt, að Seppi var horfinn frá mér. Fór ég þá að líta í
kringum mig eftir honum og leið dkki á löngu uns ég fcom
auga á hvíta tófu sem ifcom upp á gilbarminn sunnanvert