Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 143
MÚLAÞING
141
við Njarðvíkurána. Er hún var komin spölkorn upp frá
giiinu, sá ég hvar Seppi kom úr 'gilinu á eftir henni.
Eg beið nú ekki boðanna en snaraðist af baki og tók
sprettinn í áttina til þeirra jafnframt þv? sem ég atti hund-
inum öðru hvoru.
Þarna er dálítið undirlendi meðfram ánni en upp frá því
rís brött brekka sem verður því brattari sem ofar dregur.
Tófan stefndi beint á brattann <ya hundurinn á eftir henni
og er 'skemmst frá því að segia, að hann náði henni áður en
hún komst í mesta brattann.
Þegar hann kom að henni sá ég, að hann beit hana um
hálsinn aftarlega, eða bógana en tófan rak upp feiknalegt
öskur. Sá ég, að hún vatt upp á sig og náði að bíta Seppa
í hausinn, og við það sleppti hann henni. Rétt eftir þetta
var ég kominn á vettvang þar sem þau áttust við og sá nú
betur en áður hvernig viðureign beirra fór fram. Endur-
tók nú sama sagan sig aftur og aftur, að Seppi hremmdi
tófuna og náði taki á henni aftan til á hálsi eða um bógana
og hún vatt upp á sig og beit hann og hann sleppti henni.
Eg hraðaði mér sem mest ég mátti upp fyrir þau í hlíðinni
til þess að reyna að flæma tófuna niður á við, enda fór það
svo, að smátt og smátt hrökklaðist hún niður á við i viður-
eigninni og eftir því sem á leið fór hún að endastingast
undan brefckunni og stundum stakkst Seppi lífca, en aldrei
missti hiann hana frá sér. Á þennan hátt barst leikurinn
niður að Njarðvíkurá. Ég var rétt á hælum þeirra því alltaf
töfðu velturnar þau öðru hvoru. Þar sem tófan fcom að
árgilinu hagar svo til, að hið efra er lítið klettabelti en
neðan við það snarbrött, gróin brekka frá rótum þess og
niður að ánni. Að ofan, á gil'barminum, er klettaibeltið bert
en ofan við það er gróið land, sem liggur lítið eitt hærra
en gilbrúnin. Tófan þaut niður í gilið rétt framan við
klettabeltið og hljóp út brekkuna neðan við fclettana en ég
hljón út mióbrúnina fyrir ofan og var þar svo viðbúinn að
varna henni að komast upp frá gilinu. Tófan kom upp á
gilbrúnina utan við klettabeltið eins og ég hafði búist við