Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 144
142
MÚL AÞING
og þaut síðan inn klettabrúnina og aftur niður fyrir kletta-
beltið að framan. Þannig þaut hún hring eftir hring og
alltaf var Seppi á hælum hennar. Mér tókst aldrei að vama
því, að hún næði klettabrúninni, er hún kom upp úr gilinu,
hins vegar gat ég alltaf komið í veg fyrir, að hún gæti
snúið upp til fjallsins. Þar kom þó að lokum, að í eitt
slkiptið er hún hljóp fram klettabrúnina, varð ég heldur á
undan henni fram rofabarðið en hundurinn fast á hælum
hennar. Tókst mér þá að kreppa svo að henni að hún hrökkl-
að;st fram af íklettabrúninni og valt niður o>g hundurinn á
eftir. í því stökk ég fram á brúnina til að sjá hvað gerðist.
fyrir neðan. Þau fcomu hvorugt fyrir sig fótunum en ultu
bæði niður í ána. Þarna var grunnt við landið og um leið og
tásla reis upp stökk hún út í ána og hundurinn þegar á
eftir. Þar sem tásla kom niður úr stökkinu var áin á sund
fyrir hana og nofckurt straumkast sem jókst niður að litlum
fossi sem er þar rétt fyrir neðan. Bárust þau nú niður eftir
ánni þannig að tásla hélt sér upp í strauminn á sundinu
og gætti einsfcis annars en að verjast hundinum, en vatnið
var ekki dýpra en svo, að hann náði niðri og fylgdi henni
svo fast eftir að trýnin á þeim námu nærri saman. Þannig
bárust þau fram af fossinum og kaffærðust bæði í lygnum
hyl, sem er fyrir neðan fossinn.
Meðan þetta gerðist hafði ég hlaupið út gilbrúnina, niður
að ánni utan við fclettinn og að hylnum. Bæði virtust átta
sig furðu fljótt eftir kaffæringuna og tásla sneri norður
yfir ána. Seppi var hins vegar fljótari að synda, komst í veg
fyrir hana og veik henni til baka. Þessu næst reyndi hún að
synda inn að fossinum og komast þar upp úr ánni við norð-
urbakkann en Seppi synti í veg fyrir hana aftur og veik
henni til baka. Þetta endurtók sig mörgum sinnum. Tófan
leitaði upp á norðurbakkann utan eða innantil í hylnum en
hundurinn veik henni jafnan í áttina til mín, sem stóð á aust
urbafckanum. Meðan á þessu stóð reyndi hann oft að grípa
hana enda sparaði ég ekki að etja honum með orðunum:
„taktu hana, taktu hana“. Smátt og smátt barst nú leikur-