Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 148
146
MÚL AÞING
á Reyðarfirði, þótti með afbrigðum röskur afgreiðslumaður
og rithönd hafði hann mjög fagra.
Á sumrum stundaði Magnús oÆt vegavinnustörf.
S. 1. 20 ár, eða frá 1952—1972, átti hann heima í Reykja-
vilk og vann einkum við verslunarstörf. Kona Magnúsar
var Rósa Jónína Sigurðardóttir frá SeyðMirði og eignuðust
þau 9 börn, eru 8 þeirra á lífi. Rósa lést 21. maí 1939 á
Reyðarfirði, en Magnús í ReykjaVÍk 28. mars 1972.
Faðir minn hafði mikið yndi af alþýðukveðskap, einkum
stökum.
Sjálfur fékkst hann við vísnagerð, en flíkaði því lítt.
Þó orti hann { gamla daga stökur í léttum dúr til flutn-
ings á þorrablótum Reyðfirðinga oft í félagi við vin sinn,
Guðjón snikikara Jónsson, sem var ágætur hagyrðingur.
Eg hef í fórum mínum örfá gömul og gulnuð blöð með
nokkrum vísum eftir föður minn, en annað mun hafa orðið
eldinum að bráð, enda yrkir hann á fimmtugsafmælinu, 23.
apríl 1943, á þessa leið:
Úti sumarsólin skín,
sefur úthafsbára.
Eg er að brenna blöðin mín
bráðum fimm.tíu ára.
Það sem varðveitt er á áðurnefndum blöðum er yfir-
leitt bundið' tækifærum og þarfnast því eðlilega einhverra
skýringa.
Staddur heima í Felli þá fullorðinn maður yrkir hann:
Þegar lífsins dagur dvín
og dauðinn heldur velli,
best væri þá að beinin mín
byrgði mold { Felli.
Aðra ósk að sér látnum lætur hann í ljós í eftirfarandi
vísu, að sjálfsögðu í gamni: