Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Síða 154
152
MÚLAÞING
hefur litið til með séra Einari, er hann var í Þingeyjar-
sýslu. Guðrún Finnbogadóttir, móðir séra Einars, var ekkja
er hún giftist séra Sigurði eða gerði við hann fylgilag. Hún
giftist Jóni Hallssyni í Þingeyjarsýslu 1524 og mun hún
hafa átt jörð eða jarðarpart, er séra Einar fór að búa þar
með Margréti Helgadóttur í sökum um barneign og fær
predikunarleyfi í Mývatnsþingum, því pres|takall fékk
hann ekki fyrr en Nes 1563 með því boði af bisikups hendi
að kvænast bamsmóður sinni.
Hann segir í Ævikvæðinu, að fæðingardagur sinn sé
„þá Luteri kenning ljóma náð-i“ þ. e. 31 október og hefur
verið 1538. Sama afmælisdag eiga skáldin Einar Benedikts-
son og Þorstein Valdimarsson.
Jóns Hallssonar getur ekki eftir 1530, en telja má víst
að þau Guðrún hafi átt börn, og systkin sem séra Einari
eru talin geta eins verið Jóns böm og Sigurðar.
Jón Hallsson virðist hafa nokkur efni. Jón ríki á Sval-
barði Magnússon lofar honum 60 hundruðum til giftumála
Guðiúnar Finnbogadóttur. Fátaaktarspjall með þessu fólki
mun lítið að marka, þótt hitt sé satt að það trónar ekki á
auðnum.
I kvæði Ólafs prests á Kirkjubæ móti Tyrkjanum um
vorið 1627 biður hann fyrir föður sínum og er það náttúr-
lega full heimild um það, að þá lifir séra Einar. Tyrkir
voru í Breiðdal 9. júlí það ár, en 15. júlí deyr séra Einar,
ári fyrr er haft fyrir satt. Þoldi kristindómurinn á íslandi
ekki þá sögu, að Tyrkinn hundheiðinn hefði getað unnið
sannheilögum drottins iþjóni það mein, er dró hann til
dauða? Látum þetta vegast á sem vill, en blessum minningu
séra Einars og gaumgæfum sögu hans. Hann hlýddi „helg-
ustu þrá hjarta síns“, eins og Stjarna í Hvannalindum og
fór að búa á koti í Þingeyjarsýsllu með þeirri konu er fætt
hafði honum Odd hinn háa og þar með brotið af sér prests-
réttindin og heilar mannvirðingar, en af hæfileikum hans
kvaddi lífið hann á vettvang og síðan framtíðin.