Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 156
154
MÚLAÞING
kölluðu Þjóf“. Og ennfremur segir þar: „og engir menn
mundu þvílíkan vetur og gerði peningafelli almennan. Var
grasleysi og lágu hafísar við land langt fram á sumar. Sauð-
gróður var fyrst á Jónsmessu“.
Sr. Jón þjónaði Þvottá um tíma með Hofi. Hann afhenti
Hof 21. maf 1612.
5. Jón Einarsson: Hann var sonur Einars prests í Heydöl-
um, Sigurðssionar og seinni konu hans Ólafar Þórarinsdótt-
ur. Fékk Hof í Álftafirði 1612 tók við staðnum sama ár og
hélt til æviloka 1611. Kvæntist 5. júlí 1612 Guðrúnu Árna-
dóttur á Grýtubakka, Magnússonar. Guðrún dó árið 1619.
Börn þeirra voru fimm og eru nefnd: Jón búrmaður 1 Skál-
holti, ókv. og bl., Guðrún átti sr. Sigurð Árnason hinn síð-
ara á Skorrastað, Halldóra átti Finnboga Jónsson í Eyja-
firði. Synir þeirra voru tveir Jónar, bjó annar að Öxna-
felli, og Andrés lögréttumaður á Kröggólfsstöðum. Síðari
kona sr Jóns var Ólöf Konráðsdóttir. Þeirra börn: Eiríkur
á Breiðabólsitað í Suðursveit, hans son var Gísli lögréttu-
maður á Hösikuldsstöðum í Breiðdal, faðir Gísla prests, er
kallaður var gamli, á Desjarmýri, faðir Halldórs prests á
Desjarmýri og Árna í Höfn föður Hafnarbræðra. Önnur
börn sr. Jóns og Ó’.afar voru: Þórarinn á Starmýri, Einar,
Konráð, Jón yngri, Ingunn, Sigríður, Guðrún, Ingibjörg.
Allar þessar dætur eru sagðar barnlausar, en Sigríður mun
hafa gifst.
6. Guðmundur Guðmundsson va.r pr-estur á Hofi 1645—
1682. Var sonur sr. Guðmundar Ólafssonar í Einholti. Átti
fyrst að þjóna Berufjarðarþingum en síðan ætlaði biskup
h-onum að taka Þvottá, en þangað fór hann aldrei því þá
kusu Öræfingar hann til prests og fluttist hann þá að
Sandfelli. Fékk Hof árið 1645 sem áður segir og hefur
sennilegia aldrei í Sandfell farið heldur. Hélt Hof til ævi-
loka. Hann átti barn í lausaleik um 1638. Talinn tvíkvænt-
ur. Síðari kona hans var Sigríður Hávarðardóttir prests á
Desjarmýri, Sigurðssonar. Böm þeirra voru mörg. Þeirra
á meðal Úlfheiður, átti Snjólf Björnsson prest 1 Stöð,