Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 160
158
MÚLAÞING
bu-rði. Var í þjónustu Ólafs biskups Gíslasonar. Varð djákn
að Kirkjubæjarklaustri. Var í Heiðargarði í Landbroti
1762, en bjó í Þyktkvabæ, hálfum, í Landbroti 1767. Var
boðið að taika Sandfell 1772 og vígðist þangað 24. maí sama
ár, en hiafði löngu fyrr (1759) neitað að taka Reykjadal.
Hann bjó oftast að Hofi meðan hann var í Öræfum. Fékk
Hof í Álftafirði 1785. Fékk slag í október 1788 en hélt þó
staðnum til 1791. Varð ófær til prestþjónustu en fékk að-
sitoð nágrannapresta, sagði af sér 1789 en hélt staðnum til
1791. Hann andaðist að Múla í Álftafirði.
Sr. Eyjólfur var jafnan mjög fátækur en talinn mjög
sfcöiruiegur maður og mikils virður. Einari rektor Jónssyni
þótti mikið til hans koma sem sjá má af stúdentsvitnis-
burðinum og lagði til 1753, að hann yrði konrektor í Sfcál-
holti þótt ekki yrði af og lítill yrði frami sr. Eyjólfs, hvað
sem valdið hefur. En talið er, að konrektorsembætti þá
jafngilti prófessorsembætti nú við háskóla. Hann hefur
sennilega verið mjög hlédrægur. Kona 'hans hét Ingigerður
fædd 1736 og dáin á Flugustöðum 1811. Hennar er ekki að
öðru getið j heimildum.
Böm þeirra, sem upp fcomust voru: 1.) Sigurður á Bú-
landsnesi, 2.) Sveinn að Múla síðar að Hvalnesi í Lóni. Koma
Sveins var Halldóra Hallsdóttir frá Geithellum, kom aftur
í Álftafjörð og mun hafa dáið á Starmýri. 3.) Jón hreppstjóri
á Rannveigarstöðum. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir
prests Jónssonar að Hofi og Guðnýjar konu hans Jóns-
dóttur prests Steingrímssionar að Prestbakka á Síðu. 4.)
Þóra, átti Þorgeir Þorgeirsson að Múla í Álftafirði. 5.) Ing-
unn, átti Þorvarð Björnsson að Flugustöðum. 6.) Síxnon.
7.) Oddný. 8.) Hannes.
Sr. Eyjólfur var hér mikils virtur, enda sagður mjög
virðuilegur og hans fólk vinsælt, sem allt var vaxið er hann
kom hér og dvaldi margt af því hér ævilangt. Niðjar eru
hér sérstaklega frá Jóni á Rannveigarstöðum, Sveini og
Ingunni.
Nafn sr. Eyjólfs hefur efcki fallið í gleymsku með öllu