Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Qupperneq 162
160
MÚL AÞING
Ingunn í Hamarsseli, Katrín í Hlíðarhúsi, Sigríður sem
giftist upp i Skriðdal, Jón siem bjó eitt sinn á Aðalbóli og
í Þingmúla.
Bróðir Björns á Hálsi var Jón Sigurðsson, sem lengi var
vinnumaður, fyrst á Hofi, síðar á Flugustöðum. Hann giftist
konu, sem Sigríður hét Arngrímsdóttir úr Kamibshj'áleigu.
Þau bjuggu á neðri bænum á Hálsi, en stutt. Sigríður lést
að fyrsta barni, en Jón dó á Flugustöðum á útmánuðum
1910, fjörgamall.
12. Jón Jónsson, sem kallaður var köggull (1755 eða 6—
1839): Foreldrar hans voru Jón lögréttumaður Runólfsson
að Höfðabrekku og kona hans Guðrún Hallgrímsdóttir.
Hann lærði einn vetur (1771—2) hjá sr. Jóni Steingríms-
syni siðar að Prestbakka, tvo vetur (1772—74) hjá Vigfúsi
stúdent Scheving að Hellum í Mýrdal. Tekinn í Skálholts-
sikóla 1776, stúdent 1779 og er nefnt í vitnisburði, að stök
iðni og ástundun hafi dugað honum meir en skarpar gáfur.
Dvaldist s’'ðan hjá foreldrum sínum en fór að búa að Lyng-
um í Meðallandi 1784, en varð vegna hallæris að hverfa
aftur til foreldra sinna vorið 1785. Um sama leyti, 24. maí
1785, fékik hann Meðallandsiþing. Vígðist sama ár. Bjó að
Eystri-Lyngum. Fékk Hof í Álftafirði 17. september 1798,
fluttist þangað vorið 1799, fékk Keldnaþing 7. nóv. 1809,
en fór þangað ekki, en fékk Kálfafell 9. marz 1810 í skipt-
um við sr. Jón Vestmann, fékk lausn frá prestskap 1835 og
fluttist síðast til sonar síns sr. Jóns Austmanns að Ofanleiti
og þar andaðisit hann.
Auk þess, isem hann var kallaður köggull var hann auk-
nefndur notaiben, sem befur verið orðtak hans eða kækur.
Hann var sagður fjör- og gileðimaður, allgóður klerkur og
mjög samvisikusamur um öll störf sín, vefari mikill, hneigð-
ur til fróðieiks og hefur skrifað' upp ýmis handrit, sem variÞ
veitt eru í Landsibókasafninu.
Kona sr. Jóns var Guðný, f. 1757, d. 4. júlí 1839, Jóns-
dóttir prests á Prestbafcka, Steingrímssonar. Börn þeirra
voru: Jón prestur Austmann að Ofanleiti í Vestmanna-