Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Qupperneq 163
MÚLAÞING
161
eyjum, Guðrún, átti Jón á Rannveigarstöðum, Eyjólfsson
prests Teitssonar, Þórunn, átti Brynjólf að Hlíð í Lóni,
Eiríksson prests að Hofi, Rafnkelssonar, Páll að Amar-
drangi og Pálmi trésmiður í Reykjavík.
Frá þeim sr. Jóni og Guðnýju konu hans er hér margt
fólk enn, þótt margt sé burtu flutt og hefur sumt af þessu
prestafólki gifst saman, bæði frá sr. Þorleifi, sr. Eyjólfi,
sr. Eiríki og sr. Jóni. Einnig eru hér ættir frá sr. Jóni Ein-
arssyni.
13. Sveinn Pétursson (1772—30. 12. 1837): Foreldrar hans
voru Pétur sp'talahaldari Sveinsson á Hörgslandi og kona
hans Þuríður Guðmundsdóttir. Lærði fyrst hjá sr. Jóni
Steingrímssyni og sr. Jóni Jónssyni á Mýrum. Tekinn í
Reykjavíkurskóla eldri 1788, stúdent 1795. Vígðist 11. maí
1800 aðstoðarpresitur til sr. Vigfúsar Benediktssionar á
Kálfafeilsstað, fékk það prestakall 1802, Hof í Álftafirði
1810, Stafafell 1824 í skiptum við sr. Berg Magnússon og
varð prófastur í Austur-Skaftafellssýsilu sama ár. Fékk
Berufjörð 1827 og hélt til æviloka.
Steingr-'mur biskup telur hann (1827) ágætan predikara,
ötulan búmann og stunda vel erhbætti sitt. Hann kvæntist
árið 1799 Emerentíönu Gísladóttur að Arnardrangi. Böm
þeirra, sem upp komust voru: Pétur hreppstjóri að Brekku
í Lóni, átti Sigríði yngri, dóttur Eiríks hreppstjóra Bene-
diktssonar í Hoffelli, Ámi að Hálsi í Hamarsfirði og síðar
ó Hærukollsnesi, Rannveig, átti launbam með Þorvarði
Jónssyni frá Arnaldsstöðum, Sigurður að Reyðará í Lóni.
Þegar Sveinn prestur Péturss-on flytur í Berufjörð verð-ur
kona hans eftir í syðra, hefur kannsiki ekki fallið þessi
tíðu brauðaskipti, bió síðar í Bæ í Lóni. En annað gat komið
til. Þegar sr. Sveinn var á Hofi vildi það til, að heimasæta
í s-veitinni kenndi honum barn og varð af því rekistefna,
svo að hann með naumindum hélt hempunni. En faðir að
barninu var nefndur unglingspiltur að Starmýri, þangað
kominn úr Lóni, Jón Ásmundsson, mun síðar hafa búið að
Kolli í Lóni.