Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Síða 166
164
MÚLAÞIN G
reyndi með ýmsum ráðum, stríðni og glettni að fá Eyjólf
til að þúa sig.
Eitt sinn að haustlagi voru þeir staddir samtímis á
Djúpavogi prestur og Eyjólfur. Var Eyjólfur á bát en sr.
Jón hestlaus. Hann hittir nú Eyjólf og biður hann um far
Siuður yfir fjörð. „Jú, ef þér getið róið“, svaraði Eyjólfur.
Prestur kvaðst vinna það til að róa. Þriðji maður, sem var
með bátnum, settist undir stýri en þeir reru prestur og
Eyjólfur, Eyjólfur frammá en prestur í austurrúmi. Þegar
kom suður á fjörðinn hækkar prestur sig allt í einu í sætinu,
lítur aftur fyrir sig og segir höstugt: „Þú rærð lítið Eyjólf-
ur, róðu meira“. Eyjólfur svaraði: „Nú, ingang“, en það var
orðtak hans við ýmis tækifæri, og nú fatast honum þéring-
in og segir: „Nú, nú ingang, sperrt þú þig“.
Annað sinn er bað, að þeir eru staddir í Djúpavogskaup-
stað séra Jón og Eyjólfur, það er líka að haustlagi. Prestur
er þá á hesti en Eyjó'lfur á fæti. Þeim kom saman um að
hafa samfýlgd í Melrakkanes.
Eyjólfur var, sem áður er sagt, frískleifcamaður. Hörsl
voru komin en gott gangfæri og nú þurfti að ganga inn
fyrir Hamarsfjörð. Er þeir koma út í Þakeyri, segir prestur
allt í einu við Eyjólf: „Ég er efcki að þessu lengur, ég hef
svoddan töf af þér“. „Nú ingang. Það er ég sem hef töf en
eklki þú“, svaraði Eyjólfur. Um þetta veðjuðu þeir, hvor
fljótari yrðd út í Melrakkanes. Prestur sló upp á og reið
áfram götuna, en Eyjólfur hljóp á brekkuna, yfir Neðra-
fjall. Er hann kom á suðurbrún fjallsins, sem er fremur
lágt en allbreitt yfir, kom prestur á Kálfaklöppinni um
það bil einum km. utar og þegar prestur reið í hlaðið, sat
Eyjóifur á kálgarðinum og þurrkaði af sér sivitann.
Þriggja næstu presta á Hofi hefur áður verið getið í
Múlaþingi en þeir eru:
16. Þórarinn Erlendsson (1800—1898),prestur á Hofi
1843—1882. Múlaþing 5. h. bls. 141—147.
17. Brynjólfur Jónsson (1850—1925),prestur á Hofi 1882—
1886. Múlaþing 5. h. bls. 147—153.