Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 167
MÚLAÞING
165
18.Stefán Sigfússon (1848—1906), prestur á Hofi 1887—
1890. Múlaþing 6. h. bls. 50—80.
Er þá aðeins ógetið eins Hofspresta á þessu tímabili, sr.
Jóns Finnssonar og er af honum ritaður sérstakur þáttur.
Guðmundur Eyjólfsson á Þvottá:
Séro Jón Finnsson
Séra Jón Finnsson var fæddur 17. ágúst 1865 að Desjar-
mýri í Borgarfirði. Foreldrar hans voru hjónin séra Finn-
ur Þorsteinsson prestur þar og síðar að Klyppstað í Loð-
mundarfirði og kona hans Ólöf Einarsdóttir.
Hann var tekinn í Reykjiavíkurskóla 1878, stúdent utan
skóla 1884 með 1. einkunn, (84 st.). Lauk prófi úr Presta-
skólanum 1889 með 1. einkunn, (47 st.). Hafði áður ve,rið um
hríð í Kaupmannaihöfn. Hann var kennari á Borðeyri vet-
urinn 1889—1890, f'ékk síðan Hof í Álftafirði og var settur
þa,r 19. september 1890, vígður 28. s, m. Fékk veitingu að
fullu 1. apríl 1891. Hann lét þar af prestskap árið 1931 og
var síðast í Reykjavík og andaðist þar hinn 25. apríl 1940.
Séra Jón kvæntist árið 1901 Sigríði Hansínu, f. 2. maí 1872,
Hansdóttur Becks á Sómastöðum í Reyðarfirði. Synir þeirra
sem upp komust, eru þeir séra Jakob prestur í Hallgríms-
sókn í Reykjavík og Eysteinn alþingismaður og ráðherra.
Eins og áður kemur fram er séra Jón settur prestur i
Hofs- og Hálssókn í september 1890 og fær veitingu í apríl
1891. Hann kom hér strax og hann var settur um haustið.
Fyrsta veturinn var hann til húsa hjá Stefáni Guðmunds-
syni verslunarstjóra á Djúpavogi.
Þá voru hér nýafstaðin hörð átök við séra Stefán Sig-