Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 170
168
MÚLAÞING
tímabili sem hann dvaldi þarna kostaði hann miklu til end-
urbygginga og nýbygginga. Nýtt íbúðarhús byggði hann
vorið 1900. Var það þverhús það fyrsta þeirrar tegundar
sem hér reis af grunni. Þau voru eitthvað útlitsbetri að utan
að sjá, en hreinustu kuldanaust óupphituð.
Eftir 8 ár var baðstofan aftur komin að falli. Það ár var
og byggt upp fjós og á næstu árum önnur útibús: hlöður
undir súð og fjárhús byggð og endurbætt undir raftvið.
Arið 1896 var ný kirkja byggð á Hofi og mun séra Jón
hafa lánað eitthvað frá sjáifum sér í bygginguna. Þá var
ékki leikur að fá lán, ekki einu sinni svo hægt væri að
halda við Guðshúsi og meðtaka þar það evangelíum, sem
hverjum manni var talið nauðsiynlegt.
En þrátt fyrir margskonar kostnað, sem séra Jón varð
að leggja í strax fyrstu árin eftir að hann kom hér, komst
hann þó ótrúlega fljótt í nokkur efni.
Tekjur presta á þeim árum voru margskonar og ekki létt
um innheimtu, en þær voru þessar sem ég man: Lands-
skuldir af leigujörðum, þ. e. jörðum sem kirkjan átti og
kúgildum, sem þeim jiörðum fylgdu og var greitt í smjöri,
20 pund af heilu kúgildi. Þá voru lambsfóður, eitt lamb á
hvert heimili, hét legtollur. Þá var eitt dagsverk á hvem
verkfæran vinnumann eða lausamann, sem kominn var á
lögaldur, og skyldi húsbóndinn standa skil á gjaldinu, sem
mun hafa verið 2 krónur á mann. Allt var þetta greitt eftir
verðlagssikrá, þá var vísitala óþekkt hugtak.
Eg held ég muni það rétt, að séra Jón segði að þegar hann
kom hér, hefði sér verið reiknað prestakallið á 1300 krónur
til tekna. Verðlagsskrá var á þeim árum lítið breytileg frá
'ári til árs, en fór eftir gangverði á afurðum bæði landbún-
aðar- og sjávarafurðum. Meðalalin hér mun oftast hafa ver-
ið 65 til 70 aurar.
Þessi gjöld munu hafa greiðst vonum betur. Margir voru
leiguliðar fátækir og oft greiddist það í kindum sem hann
tók við upp í þessar tekjur, og þá eftir verðlagsskrá eins
og áður er getið. Þannig komst séra Jón fljótt yfir fjárstofn