Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 171
MÚLAÞING
169
og er ihonum f jölgaði leigði hann bændum ær og átti þannig
orðið noklkurn ærstofn er hann byrjaði búskap. Honum var
sjálfsagt mjög sýnt um öll fjármál, var hann bó hverjum
manni rýmilegri j öllum viðskiptum.
Séra Jón tekur staðinn Hof
Árið 1899 tók prestur jörðina og hóf þar búskap. Hann
réði til sín roskin hjón, Margréti Jóns'dóttur, ljósmóður,
systur Vilborgar konu Jóns Bjömssonar og Árna Runólfs-
son. Árni var þá farinn að heilsu og dó á næsta ári. Bú-
stjóri var Sveinn Sveinsson, maður um þrítugt.
Þetta breyttist allt á næsta ári. Þá fór til prests Guð-
mundur Einarsson, sem áður bjó í Markúsarseli og var bú-
stjóri hans til síðasta árs er prestur bjó.
En nú var Jón Björnsson vegalaus og horfðist illa á um
skeið, þótt úr raknaði að endingu. Hann fékk nú prestsetrið
Háls í Hamarsfirði, sem líklega hefur verið með aumustu
prestsetrum landsins, snautt að öllum þeim gæðum, sem
flest prestsetur höfðu; rýrt sauðland og lélegar engjar og
hlunnindalaust. Annað var ekki að hafa á næstu grösum.
Og nú hefði verið betra að sitja kyrr á Múla en láta ekki
glepjast og taka Hof á sínum tíma.
Eins og áður er getið efnaðist séra Jón furðu filjótt og
ekki siíst eftir að hann fór að búa og eftir 6 ára búskap hygg
ég að hann hafi haft tiltölulega besta búið í sveitinni. Hann
var sérlega glöggur á fé og hafði mikið gaman af að um-
gangast það.
Fyrsta haustið sem Guðmundur var hjá honum, haustið
1900, var hann ákveðinn j að koma sér upp sauðahóp og það
haust setti hann á 80 sauði, en svo breyttist sú ákvörðun
og haustið eftir fargaði hann þeim öllum, að veturgömlum,
sem 'ávallt voru settir á.
Eins og áður segir var séra Jón sérlega glöggur á fé og
allar sínar ær þekkti hann með nöfnum og hafði þær upp-
skrifaðar. Þá voru hafðar fráfærur og þegar ungar ær