Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 172
170
MÚLAÞING
komu á kiv;arnar, t. d. tvævetlur lét hann okkur smalana
koma með sér á kvíarnar og sýna sér yngri ærnar og þær
sem ekki höfðu veiið þar áður og segja sér hvað þær hétu
og það þurfti ekki að sýna honum þær oft til þess að hann
þekkti þær. Einnig var hann ávallt á réttum á haustin.
Er hann hætti eftir 6 ára búskap á Hofi átti hann, eins
og áður segir, gott og gagnsamt fjárbú, sem hann áreiðan-
lega sá sig eftir að farga.
Hann skipti sér aldrei af neinum störfum á heimilinu og
gekk aldrei að neinu verki sjálfur. Hann var hægur og
prúðmannlegur hversdagslega, en gat vel tekið spaugi og
gamni, en grobb og mikilmennska var honum heldur hvim-
leitt en brosti að því góðlátlega. Væri eitthvað það er hon-
um líkaði miður gekk hann vanalega frá og ræddi ekki
um. Þó gat það komið fyrir, að hann yrði uppstökkiur og
þá oft útaf litlu efni en jafnan hjaðnaði það fljótt.
Séra Jón giftist sumarið 1901 ungfrú Sigr.'ði Hansdóttur
Beok frá Sómastöðum í Reyðarfirði mjög glæsilegri konu
og vel gefinni bæði til munns og handa. Á heimili var hún
jafnlynd og brosmild og hverjum manni hugþeikk. Hún
var vel veríki farin og sívinnandi, en fyrir sveitabúskap
mun hún ekki hafa verið hneigð enda mun hún nokkru
hafa ráðið um, að þau fluttust frá Hofi fyrr en þau þurftu.
Vorið 1905 fluttist séra Jón á Djúpavog og keypti þar
húsið Hraun af Páli Gíslasyni sem verið hafði bókhaldari
hjá verslun Örum og Wulf í mörg ár, en fluttist nú til Fá-
skrúðsfjarðar sem versiunarstjóri hjá sömu verslun. Mig
minnir að húsið kostaði séra Jón fjórtán hundruð krónur,
fullyrði það samt ekki. Upp í húsverðið lét hann sjötíu
ær, framgengnar um vorið og var ærin þá metin á fjórtán
krónur, líklega eftir verðskrá, en eftirstöðvarnar hafa
sennilega verið greiddar í milliskrift.
Um vorið leigði séra Jón ýmsum ær, en geldfé var lógað
um baustið og flestum ám sem eftir voru og var fjáreign
hans þar með þurrkuð út að mestu.
Vorið 1906 losnaði Bjarnanesprestakall í Hornafirði.