Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 175
MÚLAÞING
173
Það var á sýslufundi á Eskifirði vorið 1901. Á fundinum
vo:u nokkrir prestar, sýslumaður var Axel Tulinius. I
fundarlokin, sem voru að morgni sunnudags, sagði sýslu-
maður að þar sem hér væru svo margir prestar saman
komnir þá væri rétt að boða til messu og einhver aðkomu-
presturinn færi í stóiinn og flytti predikun. Það sló þögn á
prestahópinn þvf allir voru þeir óundir það búnir. En þá
stóð séra Jón upp og mælti: — Ja sama er mér.
Þetta leysti vandann. Fólkið dreif að kirkjunni til að
hlusta á aðkomuprestinn. Séra Jón steig í stólinn og flutti
fallega og hjartnæma ræðu, óundirbúinn og blaðalaus.
Það sagði séra Benedikt, að það hefði hann ekki lagt í að
öllu leyti óundirbúinn.
Séra Jón var mikill bókamaður og las fimin öH, bæði
innlendar og erlendar bækur. Hann var stálminnugur og
fróður.
Sem áður segir var hann mjög virtur af sínu sóknar-
fólki yfirleitt, en hvergi meira en.í Hofssókn. enda var hans
saknað hér er hann flutti á Djúpavog.
Séra Jón Finnsson var einlægur samvinnumaður og fé-
lagsmiálamaður af heilum hug. Hann studdi drengilega að
stofnucn Kiaupfélags Berufjarðar árið 1920 og var einn af
stofnendum þess. Hann sat að vísu aldrei í stjórn kaup-
félagsins en var endurskoðandi þess öll þau ár er hann
dvaldi hér eystra eftir að það var stofnað, og fundarstjóri
á fundum þess.
Haustið 1931 fluttu þau hjónin alflutt héðan til Eysteins
sonar síns, sem þá var orðinn skattstjóri og búsettur í
Reykjavík. Séra Jón og frú Sigríður komu bæði suður í
Hof og var Eysteinn þá með þeim. Messaði séra Jón þá hér
í s:ðasta sinn og kvaddi sö'fniuðinn. Á eftir var þeim haldið
samsæti í samkomuhúsi sveitarinnar, og þótt fáu og fá-
tæklegu væri til að tjalda eins og allt var á þeim árum,
þá hygg ég að þeim hafi verið mikil ánægja að þeirri hlýju
sem þau munu hafa fundið að til þeirra streymdi á kveðju-
stundinni frá þessu safnaðiarfólki séra Jóns, sem hann