Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Síða 177
MÚLAÞING
175
Reykjasel það, sem Bruun vitnar til, er sel það, sem
Einar Þorbjarnarson, smali H afnkels Freysgoða, átti að
hafa komið að á 'helreið sinni á Freyfaxa um Vestur-Öræfi.
Við bræður höfðum enga bendingu fengið um það í upp-
vexti okkar, hvar kumlið hefði fundist, en jafnvel var talið,
að Jokulsá myndi hafa grafið bakkann undan því og það
því borf;ð. Um Reykjasel vissum við jafnlítið. Þó hafði
Halldór Jónsson, móðurbróðir okkar einhverju sinni rekist
á vallgrónar hú.satættur á milli Hitahnúks og Stórhöfða, og
var getum að því leitt, að þar myndi Reykjasel vera. En
Halldór fann tætturnar aldrei aftur og enginn síðar. Hann
mun hafa rekist á þær á hlaupum í smalamennsku á ár-
unum 1923—1934, en á þeim t'ma var hann á Vaðbrekku.
í ritgerð Bruuns í Múlaþingi eru tvær ágætar teikningar
af iandslaqi séð frá kumlinu, og sér á annarri teikningunni
til norðausturs, en á hinni til suðvesturs. Höfum við ritgerð-
ina meðferðis í ferðina. Ókum við sem ieið liggur frá Vað-
brekku út Hrafmkelsdal og eftir jeppatroðningi frá Jökuls-
árbrú hjá Brú inn að Bakkastöðum. Þaðan gengum við inn
Jökuldal austan ár og bárum landslagið iafnharðan saman
við teikningamar.
Er skemmst frá því að segja, að stuttu innan við Stór-
höfðann eða nánar tiltekið mitt á milli Stórhöfða og Hita-
hnúks fundum við staðinn, þar sem teikningamar hlutu
að hafa verið gerðar.
Var þar allt með svipuðum ummerkjum og Bruun lýsti
fyrir 74 árum.
Rofabarðið, sem beinin komu fram úr, var enn á sínum
stað, en hefur vafalaust færst ofar nú en þá var. „Fundar-
staðurinn var 15 fetum ofar yfirborði Jökulsár, 35 fet frá
árbakkanum, sem hér liggur undir áföllum af landbroti
árinnar". segir Bruun. Virtust okkur engin merki sjáanleg
um bað. að áin hefði brotið bakkann fyrir neðan fundar-
staðinn síðustu áratugina, og virtist fjarlægð frá árfarvegi
vera óbreytt frá því sem áður var.
A fundarstaðnum er mikið af aðfluttu grjóti. Þar er