Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 9
Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum
Ingi T. Lárasson
tónskáld
011 íslenska þjóðin þekkir nafn Inga
Tómasar Lárussonar, en svo hét
hann fullu nafni, oft nefndur Ingi
Lár og stundum Ingi T.
Arið 1807 áttum við Islendingar því láni
að fagna að þá fæddist „listaskáldið góða“
Jónas Hallgrímsson, og 85 árum síðar
eignuðumst við „listatónskáldið góða“ Inga
T. Lárusson. Því miður nutum við ekki
þessara frábæru snillinga lengi í lifenda
tölu, Jónas lést 38 ára og Ingi 54 ára, en
þeirra njótum við þó svo lengi sem íslensk
ljóð og íslensk tónlist verður til, hvað sem
öllum formbyltingum líður.
Ingi heimsækir Svarthús og
Þórarinsstaði
Ingi fæddist á Seyðisfirði 26. ágúst 1892
og lést á Vopnafirði 24. mars 1946. Hér
verður ekki rakinn nema að örlitlu leyti,
æviferill Inga en nokkuð rninnst á þau
kynni sem faðir minn, Magnús Jónsson, og
síðar ég, höfðum af þessum frábæra snill-
ingi, persónulega, sem því miður urðu stutt
vegna fjarvista okkar hvers frá öðrum.
Kynni föður míns og Inga voru á þeim
Ingi T. Lárusson við Alþýðuskólarw á Eiðum.
Ljósmyndasafn Austurlands.
árum sem báðir áttu heima á Seyðisfirði,
þ.e.a.s. persónuleg kynni.
Faðir minn bjó á Þórarinsstaðaeyrum í
húsi því sem nefnt var Svarthús, á árunum
1903-1915. Ég heyrði föður minn oft minn-
ast samfunda þeirra Inga og hans, bæði
heima í Svarthúsi og einnig heima hjá Inga,
sem þá mun hafa átt heima í Lárusarhúsi,
hjá foreldrum sínum sem faðir minn þekkti
einnig vel. Alltaf minntist hann á kynni sín
við Inga með aðdáun og virðingu, fyrir
snilligáfu hans.
Þeir Ingi og faðir minn áttu margar
gleðistundir saman, einkum þegar Ingi kom
í heimsókn til hans í Svarthúsið. Það nafn
fékk þetta hús vegna þess að það var klætt
utan með tjörupappa og þakið tjargað fyrstu
ár þess en húsið byggði Pétur Sveinsson frá
Vestdal og Olöf Bjarnadóttir kona hans árið
1879. Olöf, sem var systir langömmu minn-
ar, sagði mér, þegar ég heimsótti hana á
Egilsstöðum 103ja ára, að húsið sitt á
Þórarinsstaðaeyrum hafi heitið Péturshús
„en gárungarnir kölluðu það Svartahús, ég
held til þess að stríða mér.“ I þessu húsi,
sem ekki var stórt að rúmmáli en þó þétt
setið því börnin voru mörg, var samt rúm
fyrir orgel sem faðir minn átti. Hann var
mikill unnandi tónlistar, lék sjálfur á orgel,
hafði verið organisti við Kálfatjarnarkirkju
7