Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 10
Múlaþing
Ibúðarhúsið á Þórarinsstöðum sem reist var
1919, eftir húsbruna þar. Húsið stóð áður á
Þórarinsstaðaeyrum og var nefnt Svarthús.
Myndin er í eigu greinarhöfundar.
á Vatnsleysuströnd veturinn 1901-1902, þar
sem hann stundaði einnig barnakennslu.
Þegar faðir minn átti frístundir, sem
munu þó hafa verið fáar á árunum sem hann
bjó í Svarthúsinu, þá greip hann oft í
orgelið, þá helst að vetrarlagi er hann stund-
aði bamakennslu á Þórarinsstaðaeyrum. Á
sumrum var hann formaður á eigin vélbáti,
flest árin, en þau urðu alls 13 sem hann bjó
á Seyðisfirði og þá í Svarthúsi.
Hann fékkst einnig við að semja lög.
Man ég eftir handskrifaðri nótnabók sem í
var a.m.k. eitt lag eftir föður minn. Bók sú
mun nú með öllu glötuð (man síðast eftir
henni í Austdal, lánuð þangað).
Faðir minn og Ingi urðu miklir vinir.
Ingi kom oft gangandi þegar gott var veður,
þótt ein dönsk mfla skildi þá að. Ingi var
léttur í spori, enda ungur þá. Hann kom
stundum í hvítum fötum, sem ég kann nú
ekki að greina frá hvers konar efni var í, létt
sumarföt. Kom hann þá oftast með litla
fiðlu, hafði fiðlukassann í ól yfir herðar eða
öxl. I svona heimsóknir kom hann ekki
brjóstbirtulaus; báðum þótti gott í staupinu
og var þá dreypt á „dönskum rjóma“ eins og
Steindór póstur Hinriksson nefndi oftast
áfenga drykki. En glaðværðin réði ríkjum
hjá þeim vinunum við fiðlu- og orgelleik.
Frá þessum skemmtifundum sögðu mér
eldri systkini mín og urðu þeir þeim
ógleymanlegir. Sjálfur átti ég heima á
Þórarinsstöðum, allt frá sex mánaða aldri,
en fæddist í Svarthúsinu, en sumir þessara
gleðifunda áttu sér stað þegar ég var á
bamsaldri. En svo man ég eftir heimsókn-
um Inga að Þórarinsstöðum á árunum áður
en hann flutti frá Seyðisfirði en þá var líka
„glatt á Hjalla“ því að þar var ágætt
heimilisorgel og svo hafði Ingi með sér
fiðluna. Þá var spilað, sungið og stiginn
dans, því stofurými var þar allgott. Heima
á Þórarinsstöðum var heimsóknum Inga
tekið með fögnuði, ekki síður en í
Svarthúsi, en þær áttu sér oftast stað um
helgar eða þá að kvöldi dags. Var þá stund-
um náð til söngmanna sem alltaf voru
tilbúnir að taka lagið þegar tóm gafst til.
Pabbi kom þá jafnan með Inga. En svo lauk
þessum heimsóknum Inga út í Seyðis-
fjarðarhrepp. Ástæðan var sú að Ingi flutt-
ist frá Seyðisfirði til náms í Verslunar-
skólanum (sbr. Jón Þórarinsson hér á eftir).
Símstöðvarstjóri á Norðfirði
Ingi var ráðinn símstöðvarstjóri á
Norðfirði frá 1. september 1921. Hann átti
Kristínu Ágústsdóttur Blöndal 28. október
1921.