Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 10

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 10
Múlaþing Ibúðarhúsið á Þórarinsstöðum sem reist var 1919, eftir húsbruna þar. Húsið stóð áður á Þórarinsstaðaeyrum og var nefnt Svarthús. Myndin er í eigu greinarhöfundar. á Vatnsleysuströnd veturinn 1901-1902, þar sem hann stundaði einnig barnakennslu. Þegar faðir minn átti frístundir, sem munu þó hafa verið fáar á árunum sem hann bjó í Svarthúsinu, þá greip hann oft í orgelið, þá helst að vetrarlagi er hann stund- aði bamakennslu á Þórarinsstaðaeyrum. Á sumrum var hann formaður á eigin vélbáti, flest árin, en þau urðu alls 13 sem hann bjó á Seyðisfirði og þá í Svarthúsi. Hann fékkst einnig við að semja lög. Man ég eftir handskrifaðri nótnabók sem í var a.m.k. eitt lag eftir föður minn. Bók sú mun nú með öllu glötuð (man síðast eftir henni í Austdal, lánuð þangað). Faðir minn og Ingi urðu miklir vinir. Ingi kom oft gangandi þegar gott var veður, þótt ein dönsk mfla skildi þá að. Ingi var léttur í spori, enda ungur þá. Hann kom stundum í hvítum fötum, sem ég kann nú ekki að greina frá hvers konar efni var í, létt sumarföt. Kom hann þá oftast með litla fiðlu, hafði fiðlukassann í ól yfir herðar eða öxl. I svona heimsóknir kom hann ekki brjóstbirtulaus; báðum þótti gott í staupinu og var þá dreypt á „dönskum rjóma“ eins og Steindór póstur Hinriksson nefndi oftast áfenga drykki. En glaðværðin réði ríkjum hjá þeim vinunum við fiðlu- og orgelleik. Frá þessum skemmtifundum sögðu mér eldri systkini mín og urðu þeir þeim ógleymanlegir. Sjálfur átti ég heima á Þórarinsstöðum, allt frá sex mánaða aldri, en fæddist í Svarthúsinu, en sumir þessara gleðifunda áttu sér stað þegar ég var á bamsaldri. En svo man ég eftir heimsókn- um Inga að Þórarinsstöðum á árunum áður en hann flutti frá Seyðisfirði en þá var líka „glatt á Hjalla“ því að þar var ágætt heimilisorgel og svo hafði Ingi með sér fiðluna. Þá var spilað, sungið og stiginn dans, því stofurými var þar allgott. Heima á Þórarinsstöðum var heimsóknum Inga tekið með fögnuði, ekki síður en í Svarthúsi, en þær áttu sér oftast stað um helgar eða þá að kvöldi dags. Var þá stund- um náð til söngmanna sem alltaf voru tilbúnir að taka lagið þegar tóm gafst til. Pabbi kom þá jafnan með Inga. En svo lauk þessum heimsóknum Inga út í Seyðis- fjarðarhrepp. Ástæðan var sú að Ingi flutt- ist frá Seyðisfirði til náms í Verslunar- skólanum (sbr. Jón Þórarinsson hér á eftir). Símstöðvarstjóri á Norðfirði Ingi var ráðinn símstöðvarstjóri á Norðfirði frá 1. september 1921. Hann átti Kristínu Ágústsdóttur Blöndal 28. október 1921.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.