Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 16
Múlaþing
„Ég veit ekki, Ingi minn, en við skulum
hafa blaðið með okkur“.
Mér létti. Pabbi braut blaðið saman og
stakk því í brjóstvasa á jakkanum sínum.
Síðan héldum við upp í skóla.
Krakkamir vom flestir eða allir mættir
þegar við komum þangað og við mættum á
réttum tíma. Pabbi var stundvís og reglu-
samur við öll sín störf. Þegar ég var þangað
kominn var ég hálffeiminn við krakkana, sem
ég kannaðist þó vel við, en reyndi að láta sem
minnst á því bera.
Ég fylgdist vel með því hvað pabbi myndi
gera við blaðið mitt. Strax eftir að hann hafði
heilsað krökkunum tók hann blaðið mitt upp
úr vasa sínum, leit smávegis á það og slétti úr
því á orgellokinu, tók síðan eina af nótna-
bókunum sem var á orgelinu og lét blaðið inn
í hana og lagði bókina svo aftur á orgelið.
Þessu fylgdist ég vel með, fullur eftirvænting-
ar, og hef ég aldrei gleymt þessari spennandi
stund síðan.
Pabbi hóf síðan kennsluna, ég var aðeins
áheyrandi að henni í þetta sinn. Ég efndi
loforð mitt við pabba og sat stilltur og prúður
í þessum fyrsta söngtíma sem ég fékk að vera
með, aðeins viðstaddur. Þegar leið að lokum
söngtímans jókst eftii'vænting mín um hvort
pabbi tæki blaðið mitt úr bókinni og reyndi að
leika það á orgelið, en svo var ekki. Ekki get
ég neitað því að þá varð ég fyrir nokkmm
vonbrigðum en hafði ekki orð á neinu. Ég
bjóst við að pabbi myndi skoða blaðið seinna,
kynna sér lagið mitt og þá kannski æfa það
með krökkunum til söngs. En sú von rættist
ekki og lagið mitt fékk að dúsa þama í ein-
hverri nótnabókinni langa, langa lengi, ef það
var þá ekki með öllu glatað. Það þótti mér sárt
því ég gerði mér vonir um þetta lag að það
gæti verið sönghæft. En árin liðu og ég var
satt best að segja búinn að hálfgleyma laginu
þótt mér væri í fersku minni eftirvæntingin og
síðan vonbrigðin vegna lagsins.
Svo liðu um 8-9 ár, aldrei hafði verið
minnst á lagið gleymda - eða týnda? Taldi
ég þá víst að pabba hefði þótt lagið það
lélegt, eða litist illa á krotið, að ekki tæki
því að hugsa meira um það. Ég grennslaðist
heldur ekki eftir blaðinu hvort það væri enn
í einhverri nótnabókinni á orgelinu, eftir
áralanga dvöl bókanna þar og þær vom
margar.
Tíminn leið og lagið hálfgleymdist en
þá kom í heimsókn til pabba fomvinur
hans, Þorsteinn Gíslason ritstjóri og skáld.
Þorsteinn hafði áður verið ritstjóri Bjarka
hér á Seyðisfirði ásamt Þorsteini Erlings-
syni, skáldi. Þorsteinn Gíslason var orðinn
ritstjóri Oðins og birti síðar eftir mig tvö lög
í því ágæta riti. Þeir vinirnir ræddu um fyrri
daga þegar þeir voru báðir búsettir á
Seyðisfirði og bar þá á góma ekki hvað síst
tónlist og sönglíf sem hvort tveggja stóð
með miklum blóma á þeim árum. Ég var
með þeim í stofunni heima og fylgdist með
samræðum þeirra sem voru bæði fjörugar
og menningarlegar. Þorsteinn nefndi þá við
pabba að gaman væri að líta upp í bama-
skólann. Tók pabbi vel undir það. Þeir
héldu síðan upp í skólahúsið en þangað
hafði Þorsteinn ekki áður komið. Ég labb-
aði með þeirn þangað því ég naut þess að
heyra þá ræða saman. Þegar upp í skólann
kom, héldu þeir vinirnir, og ég með þeim,
rakleiðis inn í söngstofuna. Þorsteinn gekk
þá að orgelinu og fór að skoða nótnabækur
þær sem á því voru. Þá sá hann þar
nótnablað inni í einni bókinni. Hann hand-
lék blaðið um stund, rýnir á það og segir
síðan:
„Hvað er þetta, hver hefur skrifað
þetta?“
„O, þetta er nú bara eitthvert krot eftir
hann Inga minn“, segir pabbi.
Ég fylgdist vel með öllu sem þarna fór
fram og þóttist vita að þama væri Þorsteinn
14