Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 16

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 16
Múlaþing „Ég veit ekki, Ingi minn, en við skulum hafa blaðið með okkur“. Mér létti. Pabbi braut blaðið saman og stakk því í brjóstvasa á jakkanum sínum. Síðan héldum við upp í skóla. Krakkamir vom flestir eða allir mættir þegar við komum þangað og við mættum á réttum tíma. Pabbi var stundvís og reglu- samur við öll sín störf. Þegar ég var þangað kominn var ég hálffeiminn við krakkana, sem ég kannaðist þó vel við, en reyndi að láta sem minnst á því bera. Ég fylgdist vel með því hvað pabbi myndi gera við blaðið mitt. Strax eftir að hann hafði heilsað krökkunum tók hann blaðið mitt upp úr vasa sínum, leit smávegis á það og slétti úr því á orgellokinu, tók síðan eina af nótna- bókunum sem var á orgelinu og lét blaðið inn í hana og lagði bókina svo aftur á orgelið. Þessu fylgdist ég vel með, fullur eftirvænting- ar, og hef ég aldrei gleymt þessari spennandi stund síðan. Pabbi hóf síðan kennsluna, ég var aðeins áheyrandi að henni í þetta sinn. Ég efndi loforð mitt við pabba og sat stilltur og prúður í þessum fyrsta söngtíma sem ég fékk að vera með, aðeins viðstaddur. Þegar leið að lokum söngtímans jókst eftii'vænting mín um hvort pabbi tæki blaðið mitt úr bókinni og reyndi að leika það á orgelið, en svo var ekki. Ekki get ég neitað því að þá varð ég fyrir nokkmm vonbrigðum en hafði ekki orð á neinu. Ég bjóst við að pabbi myndi skoða blaðið seinna, kynna sér lagið mitt og þá kannski æfa það með krökkunum til söngs. En sú von rættist ekki og lagið mitt fékk að dúsa þama í ein- hverri nótnabókinni langa, langa lengi, ef það var þá ekki með öllu glatað. Það þótti mér sárt því ég gerði mér vonir um þetta lag að það gæti verið sönghæft. En árin liðu og ég var satt best að segja búinn að hálfgleyma laginu þótt mér væri í fersku minni eftirvæntingin og síðan vonbrigðin vegna lagsins. Svo liðu um 8-9 ár, aldrei hafði verið minnst á lagið gleymda - eða týnda? Taldi ég þá víst að pabba hefði þótt lagið það lélegt, eða litist illa á krotið, að ekki tæki því að hugsa meira um það. Ég grennslaðist heldur ekki eftir blaðinu hvort það væri enn í einhverri nótnabókinni á orgelinu, eftir áralanga dvöl bókanna þar og þær vom margar. Tíminn leið og lagið hálfgleymdist en þá kom í heimsókn til pabba fomvinur hans, Þorsteinn Gíslason ritstjóri og skáld. Þorsteinn hafði áður verið ritstjóri Bjarka hér á Seyðisfirði ásamt Þorsteini Erlings- syni, skáldi. Þorsteinn Gíslason var orðinn ritstjóri Oðins og birti síðar eftir mig tvö lög í því ágæta riti. Þeir vinirnir ræddu um fyrri daga þegar þeir voru báðir búsettir á Seyðisfirði og bar þá á góma ekki hvað síst tónlist og sönglíf sem hvort tveggja stóð með miklum blóma á þeim árum. Ég var með þeim í stofunni heima og fylgdist með samræðum þeirra sem voru bæði fjörugar og menningarlegar. Þorsteinn nefndi þá við pabba að gaman væri að líta upp í bama- skólann. Tók pabbi vel undir það. Þeir héldu síðan upp í skólahúsið en þangað hafði Þorsteinn ekki áður komið. Ég labb- aði með þeirn þangað því ég naut þess að heyra þá ræða saman. Þegar upp í skólann kom, héldu þeir vinirnir, og ég með þeim, rakleiðis inn í söngstofuna. Þorsteinn gekk þá að orgelinu og fór að skoða nótnabækur þær sem á því voru. Þá sá hann þar nótnablað inni í einni bókinni. Hann hand- lék blaðið um stund, rýnir á það og segir síðan: „Hvað er þetta, hver hefur skrifað þetta?“ „O, þetta er nú bara eitthvert krot eftir hann Inga minn“, segir pabbi. Ég fylgdist vel með öllu sem þarna fór fram og þóttist vita að þama væri Þorsteinn 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.