Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 25

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 25
Ingi T. Lárusson Átthagaljóð - Austurland Gleðinnar strengi gulli spunna hrærum. Guðs-dýrðar roði skín á tindum mœrum. Mœtust til minninga'og Ijóða er móðirin góða. Litinn og tóninn, Ijóð og málsins snilli lifandi'hún gafoss vöggudúra milli. En til að skilja'og sjá þess sönnu mynd, sérhver má bergja'af náttúrunnar lind. Helgar þar guðveigar glóa. Hlustaðu með mér - heyrðu vorsins óma! Hásumargeislar yfir dalnum Ijóma. Heyrðirðu blómin um bala sín blíðumálin hjala? Heyrðuru þröst í laufgu kjarri kvaka, kliðmjúka lind á aftanblœnum vaka? Þar eru flutt þín einlœgast ástamál, alls, sem að lifir þér í hjarta 'og sál. Þar eru sólarlög sungin. Heyrirðu brimsog hátt í skorum skella, Skapþungar öldur geyst á byrðing svella? Heyrirðu stormgný á stöllum, svo stynur ífjöllum? Heyrirðu fossinn þruma'gljúfrum gráum, gnötur-dyn þjóta'í stuðlabjörgum háum? Þaðan þú grœddir táp og taugaþrótt, tungunnar magn - og sálarþreksins gnótt. Þar eru kraftalög kveðin. Lœrðum við ung að leika 'á huldu-strengi lífsins á þessu kæra fósturvengi. Heyrðum við blómin um bala sín blíðmálin hjala. Ennþá er vorið æskubjart að yngjast, átthagaljóðin jafnan enn að syngjast. Austurland! Börn þín eigi framaspor! Austurland blessi'og Ijómi sólarvor! Sumar í sveitum og fjörðum! er vanur. Ég hélt að veigamar mundu negla dómgreind mína“, sagði Sigurður. Þessi ummæli heyrði ég höfð eftir Sigurði þegar rætt var um ljóðið einhverju sinni en svona sögur berast fljótt út og þá kannski eitt- hvað breyttar frá því upprunalega. Að loknum kvöldverði greip Ingi „Att- hagaljóðin“ og fór að dæmi Sigurðar og fór á vit náttúrunnar. Að þessu sinni greip hann með sér nótnapappír og penna og flautu sína. Enn var sama blessuð blíðan þegar Ingi hélt úr hlaði. Hann stefndi ferð sinni upp í Botna og hafði útsýnið úr gagnstæðri átt við útsýni Sigurðar. Þar samdi hann sitt gullfagra lag við ljóðin. Það var liðið langt á nóttu þegar Ingi kom heim frá verki sínu. Um morguninn kom for- maður dómnefndar með pelann góða og rétti Inga. Hann hafði raunar komið með hann kvöldið áður en þá var Ingi farinn að heiman. Formaður dómnefndar varð furðu lostinn þegar Ingi rétti honum lag sitt til dómsúr- skurðar. Lék Ingi það á fiðlu fyrir formanninn sem, fyrir sitt leyti, féllst umsvifalaust á að taka lagið gilt til flutnings á þjóðhátíðinni. Hann kvaðst ekki þurfa að bera þetta álit sitt undir aðra því sér virtist lagið snilldarverk, en gerði það þó fljótlega. Sumir hafa ruglað, eða víxlað, stöðunum Sölvabotnum, sem venjulega eru aðeins nefndir Botnar, og Háubökkum, þannig að Sigurður hafi verið upp í Botnum við ljóða- 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.