Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 25
Ingi T. Lárusson
Átthagaljóð - Austurland
Gleðinnar strengi gulli spunna hrærum.
Guðs-dýrðar roði skín á tindum mœrum.
Mœtust til minninga'og Ijóða
er móðirin góða.
Litinn og tóninn, Ijóð og málsins snilli
lifandi'hún gafoss vöggudúra milli.
En til að skilja'og sjá þess sönnu mynd,
sérhver má bergja'af náttúrunnar lind.
Helgar þar guðveigar glóa.
Hlustaðu með mér - heyrðu vorsins óma!
Hásumargeislar yfir dalnum Ijóma.
Heyrðirðu blómin um bala
sín blíðumálin hjala?
Heyrðuru þröst í laufgu kjarri kvaka,
kliðmjúka lind á aftanblœnum vaka?
Þar eru flutt þín einlœgast ástamál,
alls, sem að lifir þér í hjarta 'og sál.
Þar eru sólarlög sungin.
Heyrirðu brimsog hátt í skorum skella,
Skapþungar öldur geyst á byrðing svella?
Heyrirðu stormgný á stöllum,
svo stynur ífjöllum?
Heyrirðu fossinn þruma'gljúfrum gráum,
gnötur-dyn þjóta'í stuðlabjörgum háum?
Þaðan þú grœddir táp og taugaþrótt,
tungunnar magn - og sálarþreksins gnótt.
Þar eru kraftalög kveðin.
Lœrðum við ung að leika 'á huldu-strengi
lífsins á þessu kæra fósturvengi.
Heyrðum við blómin um bala
sín blíðmálin hjala.
Ennþá er vorið æskubjart að yngjast,
átthagaljóðin jafnan enn að syngjast.
Austurland! Börn þín eigi framaspor!
Austurland blessi'og Ijómi sólarvor!
Sumar í sveitum og fjörðum!
er vanur. Ég hélt að veigamar mundu negla
dómgreind mína“, sagði Sigurður.
Þessi ummæli heyrði ég höfð eftir Sigurði
þegar rætt var um ljóðið einhverju sinni en
svona sögur berast fljótt út og þá kannski eitt-
hvað breyttar frá því upprunalega.
Að loknum kvöldverði greip Ingi „Att-
hagaljóðin“ og fór að dæmi Sigurðar og fór á
vit náttúrunnar. Að þessu sinni greip hann
með sér nótnapappír og penna og flautu sína.
Enn var sama blessuð blíðan þegar Ingi hélt
úr hlaði. Hann stefndi ferð sinni upp í Botna
og hafði útsýnið úr gagnstæðri átt við útsýni
Sigurðar. Þar samdi hann sitt gullfagra lag
við ljóðin.
Það var liðið langt á nóttu þegar Ingi kom
heim frá verki sínu. Um morguninn kom for-
maður dómnefndar með pelann góða og rétti
Inga. Hann hafði raunar komið með hann
kvöldið áður en þá var Ingi farinn að heiman.
Formaður dómnefndar varð furðu lostinn
þegar Ingi rétti honum lag sitt til dómsúr-
skurðar. Lék Ingi það á fiðlu fyrir formanninn
sem, fyrir sitt leyti, féllst umsvifalaust á að
taka lagið gilt til flutnings á þjóðhátíðinni.
Hann kvaðst ekki þurfa að bera þetta álit sitt
undir aðra því sér virtist lagið snilldarverk, en
gerði það þó fljótlega.
Sumir hafa ruglað, eða víxlað, stöðunum
Sölvabotnum, sem venjulega eru aðeins
nefndir Botnar, og Háubökkum, þannig að
Sigurður hafi verið upp í Botnum við ljóða-
23