Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 27

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 27
Ingi T. Lárusson Störf Inga T. Lárussonar og foreldra hans Störf þau sem Ingi T. Lárusson lagði fyrir sig um dagana, auk tónsmíða og hljóð- færaleiks voru af ýmsu tagi og á ýmsum stöðum. Hann ólst upp á Seyðisfirði. Þess tíma getur Eiríkur Sigurðsson með þessum orðum: „Hann ólst upp í skjóli foreldra sinna, lifði glöðu og áhyggjulausu lífi og naut mik- ils ástríkis. Um fermingaraldur var hann hinn fríðasti sveinn, kátur og fyndinn, sífellt syngj- andi og spilandi og hrókur alls fagnaðar í sínum hópi. Hann lærði ungur að leika á orgel af föður sínum og varð fljótt listfengur spilari. Hann lærði einnig að leika á slag- hörpu (píanó) og dálítið á fiðlu. I fiðluna greip hann oft heima fyrir sér til ánægju.“ Þessi orð Eiríks eru í fullu samræmi við það sem ég vissi um Inga, nema þá það að ég tel að Ingi hafi leikið snilldarvel á fiðlu, meira en „dálítið“ , eins og Eiríki segist frá. Og Eiríkur bætir við: „Afengisnautn var talsverð á Seyðisfirði um þetta leyti. Mikið var sóst eftir að hafa Inga með í glöðum félagsskap og þar var vínið oft með í för. Ekki kynntist hann þó víni á heimili sínu því að Lárus var bindindismaður.“ Lárus Sigmundur Tómasson var fæddur 22. júní 1854, dáinn 9. apríl 1917, annan dag páska, eftir langvarandi heilsubilun. Arið 1891 kom Lárus fyrst til Seyðisfjarðar. Dvaldi þá fyrst um sumartíma á Vestdalseyri en veturinn eftir (snjóflóðaveturinn 1882) (hér stemma ártöl ekki, bls. 71) fluttist hann alkominn til Seyðisfjarðar og bjó þá á Fjarðaröldu. Tók hann þá við kennslu í bamaskólanum og var kennari við hann í 20 ár, lengst af einn. Svo var Láms bókavörður á Amtsbókasafninu frá stofnun þess í mörg ár. Gjaldkeri sparisjóðs Seyðisfjarðar var hann frá stofnun þess sjóðs og þar til útibú Islands- banka var stofnað 1904 á Seyðisfirði. Þarvar Vísa eftir Inga T. Guðfinna Sigurðardóttir frá Kolsholti í Villingaholtshreppi í Arnessýslu var til heimilis að Desjarmýri á þeim tíma sem Ingi Lár var á Borgarfirði eystra, en það varl916-20. Guðfinna var fœdd 19. fehrúar 1894, tveim árum yngri en Ingi. Síðasta árið sem Ingi var á Borgarfirði var hann 28 ára en hún 26 ára. Sagt var að þau myndu hafa verið skotin hvort í öðru, enda hœði glœsileg í sjón og reynd. Ingi átti heima í húsi því á Borgarfirði sem Hjallhóll heitir, var leigjandi þar. Svo var það eitt sinn á góðra vina fundi að rœtt var m.a. um spillingu og þá ekki síst kvenna. Ingi tók ekki þátt í umrœðu þess- ari en var þá leitað eftir hans áliti. Þá segir hann eins og kœruleysislega: Alltfrá hvirfli og ofan í tœr eru stúlkur spilltar. Þá er sagt að Guðfinna hafi litið vonsviknum spurnaraugum til Inga. Við því tilliti átti hann þetta svar: En Guðfinna er göfug mœr girnast hana piltar. Þetta þótti viðstöddum sniðug og vel þegin undantekning hjá Inga. hann gjaldkeri til ársins 1915, þar til heilsan bilaði. Auk kennslustarfa rak Lárus bóka- og pappírsverslun og mun það hafa verið aðal- tekjugrein hans á þeim árum því kennslu- starfið var illa launað. Lárus gegndi einnig mörgum störfum í þágu sveitar- og bæjar- félagsins á Seyðisfirði eftir að Seyðisfjörður fékk bæjarréttindi 1895. Hann var einn hinn 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.