Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 38

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 38
Múlaþing hirðstjóra frá 1570. Jóhann var þýskur en Gísli í heimildum talinn hafa dvalist í Þýskalandi og hollur Þjóðverjum13, sem einmitt voru mjög fjölmennir hér á landi á síðari hluta 16. aldar og höfðu aðalbækistöð í Hafnarfirði. Vinfengi var um tíma rnilli Guðbrands biskups og Jóhanns Bucholts, sem var talinn vel að sér, og gaf Guðbrandur honum „himinhnött" eftir sig meðan vinfengi þeirra stóð með hvað mest- um blóma.14 Aðeins eitt skyggir á þessa frásögn. Prentaða heimildin þýska hefur ekki komið í leitimar en vel getur verið að hún leynist einhvers staðar því Þjóðverjar gerðu talsvert af því að setja saman einkennilegt lesmál um Island og blása út það sem þar var öðru vísi en hjá þeim sjálfum. Þegar ég fór að leita heimilda um þetta dularfulla hlaup varð fyrst fyrir mér eldfjallasaga Þorvaldar Thoroddsen.15 Þar segir hann frá lilaupi úr „Miðdalsjökli“ árið 1580 og tengir það gosi í Kötlu. Því næst birtir hann alllangan kafla úr handriti sem varðveitt er í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn þar sem sagt er frá hlaupinu.16 Ekki þarf að skoða þetta hand- rit lengi til að komast að þeirri niðurstöðu að hér sé vafalaust á ferðinni sama frásögn og nefnd er í heimildinni í British Museum og átti að vera á hinni prentuðu örk í safni Arna Magnússonar. Bersýnilegt er að Þorvaldur hefur ekki þekkt handritið í British Museum og Jón Helgason ekki handritið í Konungsbókhlöðunni. Annað hvort hefur þessi heimild aldrei verið til nema sem handrit eða þá, sem líklegra verður að telja, að einhver hafi tekið sig til og afritað prentaða textann. Handritið í Konungsbókhlöðu er talið frá því um 1600 og á lágþýsku. Fjallað er um tvo íslenska atburði, hlaupið títtnefnda, 1580, og gríðarlega jarðskjálfta sem gengu yfir ári seinna. Höfundur, sem er frá Hamborg, heyrði frá þessu sagt þegar hann var staddur í Hafnarfirði. Segir ennfremur að í vatni nokkru á Islandi sé ógurlegur ormur, 8 eða 9 faðmar að lengd, og hafi sést veturinn fyrir hlaupið en einnig 17 árum fyrr og boðaði þá slæmt árferði; viti jafnan á illt þegar ormurinn láti á sér kræla.17 Skálholtsbiskup er nefndur en ég fæ ekki séð að Jóhanni Bucholt sé blandað í málið. Lagarfljót er ekki nafngreint í þessari þýsku heimild en varla kemur annað vatn til greina, a.m.k. er höfundur klausunar í British Museum ekki í vafa. Þannig hafa bæst við tvö ný ártöl þar sem ritheimild hermir að ormurinn hafi sýnt sig. Þessi ártöl eru 1562 og 1579. Handritið er enn ein vísbending um að trú á orminn í Lagarfljóti hafi verið orðin mjög útbreidd á 16. öld, meira að segja meðal lærðustu manna. Hjátrú, sem svo er gjarnan nefnd, á sér oft rætur sem eru bæði skynsamlegar og skiljanlegar. Agætt dæmi er sú trú, sem lengi var við lýði, að í Heklu væri opið á helvíti. I rauninni liggur þetta í augum uppi þegar vel er að gáð. Vellandi hraunkvika úr iðrum jarðar, brennisteinsfnykur, neista- flug, gufur og reykjarsvæla. Hugmyndir 13 Páll Eggert Olason: Islenzkar œviskrár. II. bindi. Bls. 59-60. Reykjavík 1948. ^Landfrœðisagan, I. bindi, bls. 211. ' ^Die Geschichte der islandischen Vulkane. K0benhavn 1925. ^Handritið sem um ræðir er Gl. kgl. sml. 2432, 4to. ^Það sem sagt er um orminn sérstaklega er eftirfarandi: "Neuenst deme Jss eyn grodt worm in der Sehe vorgangen winter gese hen worden, 8 edder 9 vadem lank ungeuerlick, so sick vor 17 Jarenn ock hefft sehen latenn, dar up do etliche boese Jare gefolget sinn." 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.